Þvílíkt snilldar listaverk, mannslíkaminn.

  Mannslíkaminn er eitt af mestu meistarastykkjum og furðuverkum þessa heims.  Þegar kviknaði á skilningi mínum á innri starfsemi hans í námi mínu, var ég fyrst lostin furðu og síðan lotningu.  Og þó að ég á þeim tíma, væri efahyggjukona í trúmálum, læddist að mér sá grunur, að hér hlyti að vera einhver eitursnjall "æðsti smiður" að verki!  Öllu í mannslíkamanum er haganlega komið fyrir, öllu hugsað fyrir og allt  er í margslunginni og flókinni samvinnu við hvað annað.  Og ef eitthvað klikkar, er mannslíkaminn með "plan B" og jafnvel "plön C og D líka"!  Hann er með stórkostlegasta "aðvörunarkerfi" sem um getur, slær út bæði Almannavarnir og Björgunarsveitirnar, hvað það varðarCool.  Svo ég get ekki sagt, að mér finnist það furðulegt, að kona þessi í Kína hafi lifað góðu lífi með hálfan heila.  Líkami hennar hefur bara skellt sér í "plan B" og reddað málunumSmile!


mbl.is Kona með hálfan heila lifir eðlilegu lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Varð steinhissa á þessari frétt, hélt ekki að þetta væri hægt, kannski erum við venjulegt fólk með of stóran heila.

Heiður Helgadóttir, 20.11.2007 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband