18.10.2007 | 22:09
Diskó.
"Það er allt að verða BILAÐ þarna inni, mamma" sagði sú stutta, er við mættum í andyrið á skólanum hennar klukkan rúmlega fimm nú síðdegis. Inni skellti hún sér strax út á dansgólfið, og hóf að hoppa og skoppa í takt við gamalt ABBA-lag...."Dansing Queen". Dró mig með sér, og brátt var ég umkringd 6 ára dönsurum sem fíluðu "diskó" í tætlur, og nokkrum brosandi foreldrum. "Varúð"! Öskrið kom aðeins of seint. Ég fékk einn sex ára guttann beint aftan á hnén og var næstum dottin aftur á bak. Sá stutti hló, og kútveltist eftir gólfinu...."þú verður að passa þig, manneskja" sagði alvarlegur lítill maður fyrir aftan mína konu, "hann er alveg snar þessi"! Ég skildi sneiðina, og bjargaði mér út að glugga, enda sú stutta komin með nýjan dansfélaga. Sylvía Nótt í Eurovisiongír upp Ensku, Páll Óskar að syngja um ástina og óræð spönsk diskótónlist inn á milli af og til. Litla liðið tekið í hringdansa af kennurum og mikið hlegið. Boðið upp á poppkorn og grænmeti ásamt djús og kaffi. Brátt var dansgólfið eins og "nýfallin snjór" hefði náð niður í gegnum þak skólahússins, og dansinn kominn út í mergjaðan eltingaleik. "Þetta var gaman, mamma" sagði sú stutta á heimleiðinni. "Fannst þér þetta ekki bara GÆFULEGT hjá skólanum mínum"? Hún er að verða fluglæs, og er farin að nota ný orð nærri daglega. Ræddum svo góða stund um orðið "skáli" í bílnum, þar sem "Foldaskáli" varð á leið okkar frá búðinni. Fínn dagur hjá okkur mæðgum, þó veður væri með versta móti og ekki hundi út sigandi.
Einhvern tíma
þegar við höfum beislað
vindinn og öldurnar,
sjávarföllin og þyngdarlögmálið
munum við beisla orku
kærleikans.
Þá, í annað skipti
í sögu heimsins
uppgötvar maðurinn
eldinn.
Pierre Teilhard De Chardin (1881-1955)
Athugasemdir
Þetta er nú aðeins fjörugara en jólasöngvarnir, litla daman er hjartanlega velkomin, við gætum fengið okkur snúning saman
Heiður Helgadóttir, 19.10.2007 kl. 10:58
Yndisleg börnin....dansandi gullkornasnillingur
Solla Guðjóns, 20.10.2007 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.