Eftirlit með "dauðum" hundum?

  Þykir mér nú "stóri bróðir" vera farinn að færa sig upp á skaftiðW00t , að hafa eftirlit með steindauðum hundum.  Þó að við gefum okkur að "handanheimar hunda" séu í all nokkurri fjarlægð frá móður jörð, og ferðakostnaður Heilbrigðiseftirlitsins við að fylgjast með þeim "aflífuðu", því sjálfsagt í hærri kantinum, þá þykir mér heldur súrt fyrir fyrrverandi hundaeiganda að eiga að greiða hann.  Lágmark að gera hundaeigendum grein fyrir því "áður" en þeir fá sér hund, að Heilbrigðiseftirlitið fylgist með hundum þeirra, "út yfir gröf og dauða".  Þannig geti þeir þá kannski valið sér önnur og "ódýrari" gæludýr, sem ekki þurfa eftirlit eftir andlátiðCool .  Nei, í alvöru!  Makalaus endaleysaGrin .
mbl.is Tók gjald fyrir eftirlit með aflífuðum hundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband