25.9.2007 | 18:03
Villikettir.
Kettir á mínum æskustöðvum, voru iðulega villtir og grimmir. Man þó ekki eftir að þeim tækist að hrekja fullfrískt fólk út úr húsum sínum að næturlagi. Afi minn hændi að sér marga villta ketti, og þeir gerðu honum aldrei neitt, þó oft fengum við krakkarnir slæmt klór, ef við gerðumst of nærgöngul við kisurnar. En kisa mín er yndisleg innikisa, sem fer aðeins út í bandi stutta stund á degi hverjum. Dólar hún sér við að skerpa á klónum á sólpallinum, elta fölnuð lauf í golunni, og þykjast ætla að veiða alla þá smáfugla er setjast á grasblettinn, í leit að ormum. Þeim nær hún auðvitað aldrei. En í dag var minni aldeilis brugðið, og kom inn með kryppu á baki og eyrun afturlögð. Krummi sat uppi í staur skammt frá og gelti eins og hundkvikindi. Sá mín sitt ráð vænst að læðast inn, sér í lagi er stór svartur fuglinn sveif af og til niður í áttina að sólpallinum okkar, og gelti glaðhlakkalega til kisu
. Var henni allri lokið, og vildi ekki út fara aftur þó blíðuveður væri. Allavega ekki fyrr en flokkur af lóuþrælum skellti sér á grasblettinn....!
Lögreglan stöðvar kattaslag um miðja nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Solla Guðjóns, 28.9.2007 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.