Líkpokatíska í islamskri "helför"?

  Horfði á hana Maryam Namazie (ekki örugg á stafsetningu nafnsins) í Kastljósinu áðan.  Rann kuldahrollur niður eftir baki mér.  Þvílík hörmungar örlög virðast það vera, að vera kona í islömsku þjóðfélagi í dag, samkvæmt henni.  Hún sjálf ólst upp í islömsku þjóðfélagi, og í viðtalinu vildi hún lítinn greinamun gera á harðlínuhreyfingum islams, og hinum hófsamari.  Sagði hina hófsamari, vera í hlutverki PR, ("public relations"), þar sem þeir reyndu að afsaka allt mögulegt og bæta ímynd islams á allan máta.  Gengi það bara vel.  En á meðan yrðu islamskar konur að ganga um í fatnaði er minnti á "fangelsi" eða "líkpoka".  Og hún vildi meina að í gangi væri "islömsk HELFÖR", þar sem konur og minnihlutahópar væru iðulega fórnarlömbin.  Konurnar lifðu við magnað kvenhatur sem líkja mætti við "vítisvist".  Sjálf væri hún úthrópuð  "trúníðingur" þar sem hún hefði afneitað islamskri trú, og við slíku er "dauðarefsing" samkvæmt islömskum lögum! 

  Þetta var vægast sagt kuldaleg kveðja til islömsku þjóðanna......og það frá fyrrum islamskri konu.  Og hrikalegt ef satt er.  Vóv!!  Önnur "helför" er ekki eitthvað sem við þurfum á að halda í þessum heimi.  Ef satt skal segja, hefur það lengi verið tilfinning mín, að þetta væri þróunin í löndum islama.  Sérstaklega hvað varðar konur og réttindi þeirra.  Þær hafa komið mér fyrir sjónir sem heilaþvegnar, okaðar, vansælar, "líkpokumhlaðnar" konur.  Því miður.  En hef auðvitað alltaf haldið í vonina, um að ég hefði rangt fyrir mér í þessu.  Og ég vona svo innilega að PR-liðinu þarna í islömsku ríkjunum vaxi ásmeginn, og það fari í það af hörku, að stöðva þessa "helför", ef hún er komin af stað í löndum þeirra.

  En svo smá gullkorn úr Bók Emmanúels:

                                Hugurinn getur alls ekki skilið Guð.

                                Hjartað þekkir hann.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband