1.9.2007 | 15:31
Neyðarlegt.
Svefnganga alltaf furðulegt mál, og fólk veit ekki hvort á að gráta eða hlæja af frétt sem þessari. En sá sem í lendir, er ekki hlátur í hug, og að hryggbrotna er ekkert grín. Gott að bassaleikari "Ofurgrassins" á eftir að jafna sig að fullu,en ekki hljóta örkuml af. Man eftir einum ungum dreng í bernsku minni er gekk í svefni. Var hann ættingi vinkvenna minna úti í Eyjum. Þó þær byggju á annarri hæð, vissi ég aldrei til að hann dytti niður tröppur eða út um glugga, enda heimilsfaðirinn búin að setja upp hlið, við forstofudyrnar sem var læst á kvöldin, og opnanlegir gluggar allir of litlir til að drengur kæmist út um þá. En óneitanlega var "veðmálið" skondið sem var í gangi á heimilinu. En þar veðjaði heimilisfólkið á kvöldin um hvar piltur finndist sofandi næsta morgun. Stundum var það nú bara í næsta rúmi í næsta herbergi. En stundum á ólíklegum stöðum eins og inni kústaskápnum, ofan á frystikistunni, frammi í þvottahúsi eða á bak við sófann í stofunni
. Fannst mér þetta afspyrnu spennandi mál, og reyndi að fá drenginn til að "kenna mér" að ganga í svefni
. En hann kunni engin ráð til þess, og sem betur fer eltist þetta af honum.
Bassaleikari Supergrass gekk út um glugga í svefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.