21.8.2007 | 14:53
Að "framfleyta".
Dómstólar þeirra, þarna í Sádi-Arabíu, ættu kannski að kanna fyrst, hvort kona þessi fari ekki létt með að "framfleyta" tveimur karlmönnum. Endurskoða síðan fyrirhugaðan dóm í kjölfarið, um að grýta hana. Sádar segjast fylgjandi lögum um mannréttindi og jafnrétti, svo þetta ætti ekki að vera mikið mál fyrir þá. Ef karlmenn mega eiga 4 konur, ef þeir geta framfleytt þeim, því skildu konur ekki mega eiga 2, ef þær geta framfleytt þeim? Nei, bara svona pæling?
Á yfir höfði sér dauðadóm fyrir að giftast tveimur körlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.