Everest unninn?

  Veit ekki hvað ég var að pæla!  Tók tvo sumarbústaði í einum strekk, og sit nú uppi með heilt "fjall" á stærð við Mt. Everest, af skítugum leppumAngry!  Hjálpi mér!  Ligg nú á bæn, að þvottavélin fái ekki slag af álagi, eða fremji "harakiri" af örvæntingu.  Búin að þvo "4" vélar frá því klukkan 15:00 og sér hvergi högg á vatni.  Haugurinn minnkar fjandakornið ekki neitt, og allar snúrur orðnar fullar af blautum þvotti jafnt úti sem inni.  Smá sárabót að kötturinn tók á móti mér og þeirri stuttu sem heiðraðir, "látnir ættingjar" væru, upprisnar, líkt og Lúkas blessaður og KristurTounge.  Gaf skít í þvottafjallið kattarrófan, er heim kom úr pössuninni, heimtaði sinn mat og lagði sig inni í rúmi.  "Tekur á" að hitta fólk sem "maður/köttur" telur löngu steindautt, og veitir ekki af góðri afslöppum eftir slíkt. 

everest-shadow

  Var annars brilliant góður tími í sumarbústöðum, fyrst í Svignaskarði en síðan við Vesturhópsvatn.  Eigum eitt fegursta land þessa heims, og ekki amalegt að sitja undir berum himni í heitum potti, horfa á sólarlagið og dreypa á guðaveigum Heiðrúnar með góðum vinum.  Mæli með því, tvímælalaust.  Tíndum einhvern myljandi helling af berjum, grilluðum, spiluðum, spjölluðum, veiddum úti á vatni og nutum útiveru til hins ítrasta.  Heiti potturinn við Vesturhópsvatnið var að vísu mikil "gestaþraut", fyrir okkur leigendurnar og gesti, svo við lá að allir fengu "súrefniseitrun" úti við pott, við það að reyna að fá einhvern botn í málinDevil.  Og samkvæmt innfærslum í gestabók bústaðarins, var pottamálið málið búið að valda miklum heilabrotum í sumar.  Stóra spurningin var:  Hvernig átti að hita helv.... pottinn og fá hann til að "halda sér heitum"??   Vorum litlu nær er við kvöddum.  En veiddum slatta af urriða og bleikju, og berin....berin maður mmmmmmmm!  Brilliant sumarfrí, en skítugu lepparnir máttu alveg missa sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Vildi að ég væri komin í berjaát með þér, þvotturinn fer ekki frá þó að þú klárir ekki allt í dag. Bestu kveðjur Heidihelga

Heiður Helgadóttir, 18.8.2007 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband