24.7.2007 | 13:48
Velferðarkerfi að bregðast?
Réttur einstaklinga til að taka ákvarðanir um eigið líf er geysi sterkur. Og hafi faðirinn hvorki "vilja né getu" til að fara í meðferð, eins og segir í fréttinni, sé ég ekki að "velferðarkerfið" megi þröngva honum til þess. Sjálfsforræði er ekki eitthvað sem kerfið getur gengið í af hörku, að taka af fólki. Og það er einmitt það sem faðir þessarra stúlkna hefur: Sjálfsforræði! Þessi sjálfsögðu mannréttindi, sem við öðlumst við 18 ára aldur, á okkar litla landi, Íslandi. Þannig að, eigi velferðarkerfið að geta hjálpað föðurnum, þarf hann fyrst að "vilja" þiggja hjálpina.
En er sorglegt mál, og sýnir hve illa vímuefni fara með margan góðan einstakling. Vona svo sannarlega að hægt verði að aðstoða þessa fjölskyldu í sínum harmleik, börnum jafnt sem föður.
Kerfið hefur afskrifað pabba | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.