Eurovision....aftur?

  Það voru nú bara heil "7 lög" sem mér fundust frambærileg í síðustu Eurovision-keppni.  Og þau voru öll meðal 12 efstu laganna, þegar keppni var lokið.  Hitt sem eftir var, fannst mér margt afspyrnu léleg og vond músík, en örfá lög lala.  Get ekki séð að Austur-Evrópa sé að senda nein brilliant lög í Euro, heldur veljast þau inn vegna þess massíva fjölda sem kýs óhroðann, bara til að koma eigin lögum að og nágrannannaSick .  Og allir eru farnir að gera slíkt hið sama.  Sjáið bara atkvæðagreiðslu Norðurlandanna, í síðustu lotu.  Er orðinn massa buissness, en því miður enginn má við margmenninu.  Og Norðurlönd hljóta því æri oft að velgja botnsætin.  Svo ég vil hér með stinga upp á nýrri sönglagakeppni:  "Sönglagakeppni Norðurlanda"!  Tökum Grænland og Færeyjar með í slaginn, og við getum aldrei framar lent neðar en í 7. sætiDevil !  Eiki gæti svo keppt til skiptis fyrir okkur og NorsaraCool !  "Í lófa mínum sé ég það", að þetta er bara alls ekki svo snargaliðGrin .
mbl.is Reglum um Söngvakeppni sjónvarpsins breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband