Þúsund orð?

  Hver einstaklingur hefur ótal svipbrigði, og getur látið tilfinningar og álit í ljós með einu augntilliti eða einu brosi.  Andlit geta sýnt gleði, sorg, reiði , þreytu, kæti, ánægju, traust og svo má lengi telja.  Andlit getur sagt meira en þúsund orð.  Börnin okkar læra að lesa í andlit okkar fullorðinna, og þannig myndast iðulega sérstakt samband foreldra við börn, og seinna barna við vini, ættingja og kennara sína.  Því að treysta eingöngu á orðin, sem stundum er svo auðvelt að misskilja.  Andlit, augu, svipbrigði og líkamsstjáning eru líka mikilvæg samskiptatæki í mínum huga, rétt eins og orðin, og hafa nýst mér vel í mínu starfi.
mbl.is Má reka konur í búrkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo satt og rétt !

Fransman (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband