20.6.2007 | 20:09
Aðlaðandi Bretland.
Að "sjálfsögðu" biðja Tjallarnir ekki afsökunar á því! Enda engin þörf þar á. Rushdie merkilegur rithöfundur, hefur allmargar bækur ritað og sjálfsagt vel að titlinum kominn. Og Tjöllum í sjálfsvald sett, hvern þeir vilja "aðla". Eru iðnir við kolann að aðla listafólk, tónlistarmenn, leikara, rithöfunda og fleiri! Þeirra aðferð við að sýna velþóknun sína á verkum listamannanna. Skrítið að tengja slíka "öðlun" trúarbrögðum, pólitík eða hryðjuverkum á einhvern hátt. Tjallarnir gera þetta, fólki og verkum þeirra, til heiðurs. Gott mál, segi ég.
Bretar munu ekki biðjast afsökunar á aðalstign Rushdie | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og til að bauna á Mhúllanna, kominn tími til .. þarf að gera meira af því. :).
vj (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.