Yndislegt fólk!

  Held stundum að pabbar geri sér ekki grein fyrir hve mikilvægir þeir eru börnum sínum!  Og hafi smá minnimáttarkennd gagnvart mömmunum.  Staðreyndin er samt einfaldlega sú, að "pabbi og mamma" eru bæði bestWink !  Hvort á sinn máta!  Eða eins og 6 ára heimspekingurinn hún dóttir mín orðaði það í fyrravor, þegar mikið var rætt um banaslys í útvarpinu í bilnum:  "Mamma, ef þú og pabbi "lentuð fyrir slysi" og mynduð bæði deyja, yrði ég hrikalega döpur, og myndi aldrei nokkurn tímann hætta að gráta"!  Eða þegar ég blindaðist af sól, og æddi beint á staur og fékk heljar stórt blæðandi sár á ennið:  "Mamma, ef ekki er hægt að "laga hausinn" á þér, verðum við pabbi að finna okkur "nýja mömmu", og það yrði alveg hrikalegt, og "við" myndum aldrei þola það"!  Svo foreldrar, pabbar og mömmur, þið eruð "langbest", hvernig sem á málin er litið.....BÆÐI TVÖ!!
mbl.is Feður geta haft áhrif á makaval kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband