21.5.2007 | 14:06
HJÁLP!! Anrufen hvað!!
Ég "sálgaði" heimasímanum um daginn, enda magnaður "heimilistækjamorðingi" með meiru! Segir sig sjálft! Ég nota bévítans tækið mest, "var með hann", er hann fjaraði út, svo sökin er "alfarið mín"! Allt annað upp á teningnum, ef síminn hefði verið í höndum karlsins míns! Þá hefði skyndilegt "æði" gripið símann, og hann framið "harakiri"
! Versluðum nýjan heimilissíma í gær, með tveimur taltólum! Og nú eigum við tvö símtól, er eingöngu vilja tjá sig á "þýsku" við okkur! Getum meira að segja valið um "Austurríkisþýsku og svo normal þýsku"
! Svo nú birtist "Anrufen", "ein" og "raus", tvist og bast á símskjánum! Ásamt "einmal og zweimal" af og til
! Ekki bólar nokkurn skapaðan hlut á "Handset Setup", "Time settings" eða "Add phonebook"!! Því síður "Save"! Hrikalegt! Svaðalegt! Mergjuð óáran
! Við erum í djúpum skít! Mín "Emm Err" þýska miðaðist við "Guten Tag, wo geht es"? "Alles Gutes"! "Ich bin ein Berliner"! "Das ist zher gut", "Auf Wiederzehen"! Engin "símaruglsþýska" kennd í mínum góða skóla! Síðasta árið í M.R lærðum við hins vegar helling í viðskipta- og tækniensku! Svo mín lágmarkskrafa er sú, að símtól og tæki séu seld með því "ylhýra" tungumálinu, svo við hjónaleysin getum "seifað" allan þann helv.... haug af símanúmerum, er hringja þarf í frá þessu heimili!! Búin að lesa leiðbeiningabæklinginn, bæði tvö þrisvar!! Ekki bókstafur þar, um hvernig við fáum þýskuræsknið út úr símtólinu! HJÁÁÁLP!
Og við sem ætlum að skreppa austur fyrir fjall, litla manneskjan og ég! En verð fyrst að "anrúfa" til að kanna viðveru! Kannski eru allir "raus", enginn "zu Hause"! "Sheise"! Reyna við "þann þýska" næst!
Ave.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.