12.5.2007 | 10:58
Klósettballið!
Kom til tals eitt af böllunum á Hjúkrunarnámsárunum! Var brilliant gott ball að mínu mati, en ekki víst að Rúna vinkona sé sammála! Var haldið í sal í Kópavogi, árafjöldinn kemur í veg fyrir að ég muni nákvæmlega hvar! Man að vísu lítið eftir fyrsta klukkutímanum eða svo! Ímynda mér að hann hafi farið í dans og spjall frammi í sal! En síðan skruppum við Rúna á salernið! Rúna snögg að afgreiða klósettið og varalitinn. Ætlar að vippa sér út aftur með mig í eftirdragi, þegar hún sér að ég er að stumra yfir útældri ljóshærðri stúlku með sítt hár! "Ertu að koma" segir hún. "Já, rétt strax", svara ég, "ætla aðeins að hjálpa þessari"! Rúna hinkrar! Ég ríf hálfa rúllu af pappír niður, og fer að reyna að þrífa stúlkuna! Risastór stúlka með dökkt krullað hár stendur skyndilega í dyrunum á einu salerninu! "Þetta er frábært", hrópar hún, "að vera með hjúkkuliði á balli, sem getur hjálpað Rósu vinkonu"! "Það veit Guð, að ég get ekkii, er svo klígjugjörn"! Rúna sér að þetta getur tekið góða stund, segir mér að hún fari fram, og ég komi svo bara! Ég jánka því! Rúna skellir sér fram, spjallar við systur sína sem einnig var með í för, dansar góða stund, spjallar meira og dansar! Eftir tæpan klukkutíma er enn ekkert farið að bóla á mér! Rúna skreppur að sækja mig á klóið! Mætir tveimur ungum herrum sem bera "Rósu" á milli sín út! Ég stend á miðju gólfi, í hópi af stúlkum, með handlegg þeirrar stórvöxnu um herðar mér! Sú stórvaxna veifar háu "vodka í kók" glasi til Rúnu, og hrópar "Fáðu þér sjúss, hún kann allt "Glasið", hún vinkona þín"! Um leið tekur hún "kyrkingstaki" um háls mér og smellir koss á enni mér! Rúna hrökklast til baka, enda bindindismanneskja eins og ég, og hefur þar að auki ekki hugmynd um hvað sú tröllvaxna er að tala um! Lítur örvæntingaraugum á "léttblátt" andlit mér í höndum risans, og bendir fram! Ég næ á yfirskilvitlegan hátt að "nikka"´, og Rúna hverfur á braut! Klukkutíma seinna, er farið að síga í Rúnu! Besta vinkonan hefur "enn" ekki látið sjá sig af salerninu! Hún fer aftur að sækja mig! Ég stend við einn vaskinn á salerninu, með höfuðið á dökkhærðri stúlku með sítt hár ofan í vaskinum! Það rennur vatn úr krananum, og ég eys því stöðugt á enni og andlit stúlkunnar! "Hvað ertu að gera"? þrumar Rúna. "Blessuð vertu" hrópar sú tröllvaxna sem er að koma með fullt glas af "vodka og kók" inn! "Hún er algjör engill! Sannur bjargvættur, hún vinkona þín"! Hún slær Rúnu bylmingshögg í bakið, svo við leggur að Rúna fái slag! "Hún kveikti í sér vitleysingurinn" bylur í þeirri risavöxnu! Rúna stynur "Hver?"! En svarið drukknar í hrikalegum söng þeirrar stóru, um eitthvað sund við eyjar! Rúna forðar sér aftur, með ábúðarfullu augnarráði til mín! Hálftíma seinna er Rúna aftur mætt, alveg rasandi, á salernið! Sú risavaxna stendur í hóp af öðrum stúlkum, og lætur höggin dynja á einni salernishurðinni! Fyrir ofan hurðina hangi ég á millivegg, milli hurðar og lofts! Kjálkinn á Rúnu dettur niður á gólf, um leið og ég renni mér fimlega niður á gólfið! "Veiiiiiiiiiiiííí" gellur í þeirri stórvöxnu, "nú tökum við "Gölla og Gamla Jón" og veifar vodkaglasinu! Nú er vinkonu minni nóg boðið! "Hún tekur sko enga andsk....... stráka með þér", hvæsir Rúna! "Hún er búin að vera hér "fangi" í 3 og hálfan tíma, og nú fer hún með mér fram"! Þar með dregur vinkona mig fram af salerninu, en risinn stendur furðulostinn eftir!
Framhald í næsta bloggi! Þarf að fara að kjósa.
En frá mínu sjónarhorni, snéru málin töluvert öðruvísi á dansleiknum! Hin stórvaxna vinkona "Rósu", reyndist vera Vestmanneyingur eins og ég! Hafði meira segja sungið með pabba á Þjóðhátíð, heila nótt! Var myljandi lukkuleg með að hitta mig, og rifja upp alla sönglagatextana úr Eyjunum! Við stofnuðum söngsveit med det samme, á salerninu, redduðum Rósu "heimburði" og sungum öll Þjóðhátíðarlögin af hjartans list! Eða þar til angistarvein, bölv og ragn heyrðist af einu salerninu, og út hentist illa drukkin dökkhærð stúlka, með logandi hártopp! Hafði reynt að kveikja sér í sígarettu, sitjandi á salerninu! Í staðinn kveikti hún í sínu eigin hári, og brenndi illa á sér hársvörð og enni! Ég gekk strax í það að slökkva eldinn og kæla brunann á stúlkunni, og var þar stödd er Rúna reyndi að ná mér fram í eitt skiptið! Eftir björgunaraðgerðir, héldum við söng og spjalli áfram, og alltaf splæsti hin risavaxna vinkona mín á mig kók, með jöfnu millibili! Og þar kom að, að ég þurfti aftur að losa úr minni eigin blöðru! Skellti mér inn á salerni, á meðan vinkonan fór eftir kók og fleiru! Er ég ætlaði að koma mér út aftur, reyndist salernishurðinn erfið viðureignar! Var víst hægt að "tvílæsa" henni og ég varaði mig ekki á því! Að vonum var risinn og söngsveit hans óhress með að missa mig úr "altinu", og við sem áttum eftir að syngja "Göllavísur" og "Gamla Jón í Gvendarhúsi"! Sú stóra dúndraði hressilega í hurðina, hrópaði og kallaði ásamt stöllum sínum, en ég skoðaði málin vel og vandlega og sá að ég gat klifið yfir þilið, því bil var milli veggjar og lofts! Og þar náði Rúna vinkona mér loks fram í danssal aftur! Heilum 10 mínútum fyrir lok á þessum líka herlega dansleik!! Góðir tímar! Brilliant böll!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.