11.5.2007 | 14:12
Breyttir tímar, breytt Evrópa!
Furðulegt hve margir taka löku gengi okkar Frónara í Eurovision söngvakeppninni illa! Er viðbúið, segi ég! Æ fleiri lönd sem skrá sig til keppni, eftir að múrinn féll! Allt annar menningarheimur þar eystra, eftir margra ára kúgun! Lögin og gæði þeirra, ekki það sem skiptir máli lengur, heldur að "vera með"! Láta ljós sitt skína, og vekja athygli á sér og sínu landi! Hefur verið þróun nú í allmörg ár, hjá Eurovision söngvakeppninni, svo úrslitin í gær eiga ekki að svekkja neinn, eða koma mörgum á óvart. Og inn á milli í öllum "lagahroðanum" leynist einn og einn gimsteinn, eins og Páll Óskar segir! Reyndar hætta á því líka, að mörg flott og góð lög týnist, er þau detta út í forkeppninni, bara vegna þess að þau eru ekki frá "réttu landi"! En svona huggun harmi í, þá eru ÖLL lögin gefin út á DVD í dag, hvernig sem þeim reiðir af í forkeppninni! Hitt er annað mál, að hin margmenna austurblokk, er töluvert "lengi" að þróa sína tónlist, finnst mér! Er að festast í einhverju "nænænænænæ"-sándi, í bland við þjóðlagagaularastíl! Var brilliant fyrstu 3-4 árin, eftir fall múrsins, og gaman að fá músík okkar austrænu frænda beint í æð í Euró! En nú er þetta að verða dálítið "þreytt", enda virðist sífellt minna lagt í lögin og frumlegheit, meira í umgjörðina, og aðalmálið "að vera með"! Og hver granni gætir granna síns í því málinu! Skítt með gæði laganna! Er kannski þetta, sem okkur Norðurlandaþjóðunum sárnar mest! Metnaðurinn í lagavali verið "massívur" svo ekki sé meira sagt, hjá okkur! Ein Sylvía Nótt breytir því ekki. Og frumleg var "hún", á sinn yfirdrifna hátt, því verður ekki neitað!
Fékk svo hugdettu í gærkveldi, hvernig Norðurlandaþjóðirnar gætu betur notið sinna lagasmíða í framtíðinni! Stofna til "Söngvakeppni Norðurlanda", annað hvert ár! Hafa alla með, bæði Færeyinga og Grænlendinga! Og við lendum aldrei framar "neðar" en í 7. sæti! "Ég les í lófa mínum" að þetta er lítið mál að skella okkur í, næsta haust! Eða hægt að taka upp á næsta "Norðurlanadaþingi" í Norræna húsinu!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.