Svei mér, ef Eiki er ekki að selja mér Valentine Lost!

  Hef sem minnst viljað tjá mig um Eurovision-framlag okkar Frónverja þetta árið!  Fór í arfafýlu þegar lagið "Eldur" vann ekki forkeppnina hér heimaAngry !  Eldur alveg týpískt Euro-lag, með grípandi viðlagi, trumbuslætti, ljóshærðu liði og hvað ekki!  Svo kemur bara Eiki með eitthvað rokklag, sem vandist ekki fyrr en við 3. hlustun, enski textinn var "óskiljanlegur", og myndbandið....hjálpi mér!  En svo hef ég verið að hlusta á viðtöl við kappan í fjölmiðlunum.  Á hann syngja lagið "órafmagnað"!  Mikill rosa "professional" er maðurinnCool !  Hann grípur alla með sér, er á hann hlusta!  Svei mér, ef hann á bara ekki eftir að standa sig brilliant vel, og jafnvel koma okkur í gegnum forkeppnina.  En það er þá vegna þess, hve frábær listamaður og söngvari Eiki er, ekki vegna þess hve lagið er grípandi!  Ágætis rokklag, en þarf að venjast!  En eigi að síður:  Flott hjá þér Eiki!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband