8.5.2007 | 21:12
"Mislæg kosningarvandræði"!
Faðir minn ól mig og systur mínar upp í "vinstri pólitík og eldmóð"! Fann "íhaldinu" allt til foráttu! Geymdi gömul blöð með kosningarloforðum "þeirra bláu", og nánast hélt bókhald yfir öll sviknu loforðin! Arfareiður hverjar einustu þingkosningar, yfir "blindu" þeirra er sjálfstæðismenn kusu! Var sannur "vinstri" maður inn að beini, og mælskur með afbrigðum þegar hann tætti niður málflutning íhaldsins! Þrátt fyrir þetta uppeldi mitt, hef ég einhvern veginn aldrei öðlast þennan pólitíska eldmóð og sannfæringu, sem bjó í pabba! Finnst einhvern veginn þetta allt vera "sami grautur í sömu skál", kosningar eftir kosningar! Breytir engu hvað ég kýs, ég sit alltaf uppi með sömu kerfiskarlana og konurnar í stjórn! Og ætíð eru það þeir sem minnst mega sín, er verða undir í þjóðfélaginu, hver sem ríkisstjórnin er! Þ.e. aldraðir, öryrkjar, fangar og sjúkir! Jú, sei, sei! Öllu fögru lofað "vinstri og hægri, að laga til í málum þessara einstaklinga, en svo bara gerist EKKI NEITT! Alltaf sitja þeir í súpunni eftir alþingiskosningarnar! Allt í einu "engir peningar til", nema örfáir milljarðar í jarðgangnagerð milli 700 manna byggðarlaga, og í álver hist og her um litla Frón, fyrir 30 nýjum "mislægum gatnamótum" í borginni við sundin bláu, og svo smá afgangur til að "hækka laun ráðherra og þingmanna"! Ja, svei! Þvílíkar "efndir" pólitískra loforða! Á meðan eru svo aldraðir á litla Fróni "allra manna skattpíndastir", fangar allra manna "húsnæðislausastir" og öryrkjar og sjúkir allra manna "niðurskornastir" fjárhagslega! Jamm! Von að ég velkist stundum með HVAÐ ég eigi eiginlega að kjósa!
Tók samt prófið hjá þeim Bifrastarmönnum, og kom niðurstaðan ekki á óvart! Er á móti núríkjandi stjórn, eða aðeins 32,5% samtals, sammála sjálfstæðisflokk og framsóknarflokki! Restinnni um 120% dreifi ég svo tiltölulega jafnt til hinna! Meira segja til Ómars ala "hægri grænir"! Svo ekki skánaði ástandið, með "hvað skal kjósa"-ákvörðunina! Gamla aðferðin dugar kannski bara best inni í kjörklefanum! Þ.e. "ella mella kúadella........! Kemur í ljós á kjördag (sigh)!
Vorum annars að versla okkur nýjan bíl, karlinn minn og ég! Honda "eitthvað ægilega flott", árgerð 2004! Hinn, 12 ára gamla, seldum við fyrir rúmar 200.000! En "sá í neðra" var orðinn óþarflega iðinn við að herja á hann, og ég sífellt að skreppa á verkstæði með garminn! En var reyndar orðinn brilliant fínn eftir leguskipti, spindilskipti, bremsudiskaskipti, bremsuklossaskipti og vatnskassaskipti þetta síðasta ár! Svo ég á eftir að sakna hans! Var "vinalegur" og þægilegur bíll! Skrítið hvernig bílar verða "vinir og kunningjar" okkar mannfólksins! En sá nýji er sjálfsagt brilliant fínn líka, þó ég "þekki hann ekki neitt".....ennþá!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.