7.5.2007 | 20:15
Dómarabulla í massívum hremmingum!
Aumingja vesalingurinn, hann Roy Pearson, dómari í henni Washington! Sá á ekki sjö dagana sæla, samkvæmt frétt í Mogganum, okkar herlega málgagni Frónara, í dag! Manngarmurinn hann Pearson, slysaðist til að treysta hjónum einum frá S-Kóreu, er efnalug reka, fyrir "flottustu og fínustu" jakkafötunum sínum, ekki alls fyrir löngu! Og hvað gerðu "efnalaugarsvíðingarnir"? Jú, þeir glopruðu þessum líka flottu "brókum" Pearsons, á vitlausan stað, svo hann fékk þær "heilli viku" of seint! Hroðalegt! Svaðalegt! Roy var í losti af angist! Niðurbrotinn maður! Við lá að hann yrði að fara á "naríunum" í veislur allar, í "heila viku"! En Pearson er ekki dómari fyrir ekki neitt, svo hann krafði "glæpahjúin" hið snarasta um 75.000 króna bætur fyrir skaðann! Og þau hin "svívirðilegu" efnalaugarhjú NEITUÐU!! Nú var Roy nóg boðið! Hann kærði herra og frú Chung í téðri efnalaug, og hækkaði bótakröfurnar "örlítið"! Eða fór fram á litla 3,7 MILLJARÐA króna! Er þessi upphæð svona sirka "lífstekjur" þeirra Chung-hjóna beggja og sonar þeirra, ef þau ná öll 85 ára aldri! Minna mátti það nú ekki vera!! Algert lágmark fyrir "tjón" Roy Pearsons dómara í Washington! Að vera án sinna "heittelskuðu bróka" í heila viku, er "too much!! Enda benti hann kviðdómendum á, að nú yrði hann að "leigja sér bíl og aka 2 kílómetrum lengra en áður, í næstu efnalaug, þar sem hann vill nú ekkert við Chung-hjónin hafa saman að sælda lengur! Svíðingslegt! Rosalegt! Aumingja Roy!! Og ofan á þennan líka svínslega glæp þeirra hjóna í efnalauginni, verður Pearson nú að berjast við eitthvert lásý pakk, sem stendur við bakið á þeim Chung-hjónum! Jafnvel tvísýnt um að Pearson fái framlengingu á dómarastöðunni um 10 ár, vegna áhrifa "pakksins"! Hrikalega á Roy bágt!! Jamm, það er ekki tekið út með sældinni að vera dómari í hinu herlega ríki Bush!
Nei, í alvöru! Er þetta í lagi? Ég spyr hvaða "snillingum" í henni Washington, datt í hug að veita Pearson þessum dómarastöðu?? Þegar það er alveg ljóst, að maður þessi á eingöngu að sinna starfi því, að verma sófann heima hjá sér fyrir framan sjónvarpið!! Og ábyrgðarmesta starf, sem hægt er að treysta slíkum náunga, er að "ráða yfir" fjarstýringunni á sínu "imbatæki"!! Ég meina það! Svo eru Kanarnir undrandi á því að öðrum þjóðum finnist þjóðfélagið þeirra stundum svolítið klikk! Svolítið!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.