26.4.2007 | 17:58
Hjónabönd og skítlegt hugarfar!
Það læðist að mér sá grunur, að "hjónaband" hafi lítið sem ekkert með kristna trú að gera, eða trúarbrögð yfir höfuð. Tel að "afbrýðisemi", deilur og slagsmál manna og kvenna á milli hér í den hafi verið hvatinn að hjónabandinu! Sér í lagi hefur það verið "stórt mál" hjá körlum hér fyrr á öldum, að geta ekki verið 100% öruggir um að vera "feður" barna sinna! Og allt logað á illdeilum og slagsmálum í hinum fornu þjóðfélögum, þar með! Karlarnir hafa jú lengi viljað sitja einir að konum sínum, svo tryggt sé að "sæði" þeirra lifi í afkomendunum um ókomna tíð!! Svo prestastéttin hefur séð sér færi á að auka völd sín og trúabragða sinna, og "búa til" athöfn sem kæmi í veg fyrir að mannskapurinn væri að flakka á milli "hjásvæfa og hjásvæfla" í stórum stíl! Skella einu herlegu "hjónabandi" í trúarritið og á mannskapinn, gera framhjáhald að hroðalegri synd, sem "Guð" refsaði af hörku fyrir, og málið var leyst! Athöfnina var að sjálfsögðu "eingöngu" hægt að fá framkvæma hjá prestum, því þeir einir máttu veita "blessun" í Guðs nafni! Og þegar þeim prestlærðu tókst svo að "banna" kynlíf "fyrir giftingu" líka, þá varð kirkjan að valdamestu stofnun sem um getur í sögu mannkyns! Enda kóngar allir og einvaldar í bévítans basli öldum saman, með þá kirkjunnar menn! Fengu ekki að stunda sitt konunglega "svall og svínarí", með frillum og friðlum ,í nokkrum stundlegum friði, fyrir afskiptasömum biskupum og prestum! Allt í tjóni og tjöru, ef þú vildir skilja við maka þinn, og fordæming páfa vís, ef þú reyndir slíkt! Enda tók einn ágætur engilsaxneskur kóngur það til bragðs, að "hálshöggva" slatta af sínum herlegu ektafrúm, til að losna við þær! Og sagði sig fyrir rest úr öllum "vinskap" við páfa! Já, ekki var það alltaf fagurt mannlífið hér í den, og misjafnar mannanna gjörðir eins og nú!
Get svo ekki sagt, að útkoman úr síðustu samkundu þeirra "heilögu" hér uppi á litla Fróni komi mér mikið á óvart! Meira hissa á, að samkynhneigðir skuli sækja það svo stíft, að fá að gifta sig! Algert aukaatriði þessi blessun "mannanna" yfir sambandið! Guðs blessun eiga allir vísa! Enginn skilyrtur kærleikur þar! En er auðvitað furðulegt, að allir hafi ekki jafnan aðgang að kirkjunni og hennar athöfnun! Svo ég skil samkynhneigða að því leyti! En er samt ekkert til að ergja sig mikið yfir! Hjónabandsathöfnin tekur "rúman klukkutíma", en farsælt kærleikssamband einstaklinga getur varað heilt jarðlíf og notið blessunar Guðs hverja stund!
Er svo ekki par hress með hina norsku frændur okkar, þessa daga! Hátt í helmingur norskra karla telja það gott mál að nauðga konu, hafi hún daðrað og verið sexí! Skítlegur hugsunarháttur, og sjúkur! Svo ekki sé meira sagt!! Síðan ætla þeir að fara að verja okkur Frónverjana, fyrir "ljótu körlunum" í þessum heimi! Mér sýnist að þeir þurfi að byrja "heima fyrir" með varnir, norsku frændurnir! Eru kannski bara "ljótu karlarnir" sjálfir! Ég vildi allavega ekki vera "kona" í norsku samfélagi í dag!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.