17.4.2007 | 16:51
Fjöldamorð í Ameríku.
Verið að fylgjast með umræðu og bloggi um fjöldamorðin í Virginíu. Merkilegt hve margir reyna að finna "ákveðna sökudólga" þegar svona atburðir eiga sér stað. Kenna Bush um, skotglöðu þjóðfélaginu þar vestra eða jafnvel leiðinlegri kærustu. Mín skoðun er sú, að orsökin eigi sé alltaf upphaf í einstaklingnum sjálfum, er ódæðið fremur. Hans eigin líðan, raunverulegri eða ímyndaðri, hvort sem um örvæntingu eða mikilmennsku er að ræða. Hann, "gerandinn" er orsök og orsakavaldur, hvernig sem á málið er litið. Aðrir einstaklingar, þjóðfélagsaðstæður og uppeldi hafa vissulega mótað gerandann, en að lokum er valið alltaf hans. Svo geta menn rifist um hvað hafði "sterkust" áhrif á gjörðir hans, en engin getur kennt öðrum eða öðru um verknaðinn. Það eru engir "sökudólgar" sem hægt er að draga fyrir dómstóla, í svona málum. Aðeins er hægt að sýna fórnarlömbum og ástvinum þeirra samúð og samhyggð, því sorgin er yfirþyrmandi. Ekki síst hjá ástvinum og vinum gerandans.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.