Sjúkir og slasaðir skulu borga.

funny-old-people-bacon-wrapped-media-16  Það var og.

  Aldeilis brilliant fjárlagafrumvarp þetta.Angry

  Húsfreyja sér fyrir sér atburðarásina.

  Húsfreyja fýkur um koll í næstu albrjáluðu vetrarlægð,

  skellur beint á hausinn á steinsteypta stéttina og KRASS,

  hausinn brotinn.Crying

  Þegar hún rankar aftur við sér á Landspítala Háskólasjúkrahúsi,

  10 dögum seinna, reifum vafin um höfuðið, með þrefalt boxaraglóðarauga og

  heilastarfsemi í mergjuðum hægagangi, verður hún þegar í 12.000 króna

  skuld við sjúkrahúsið.Pinch

  Og treysti hún sér þar með ekki, að rusla sér fram úr rúminu samstundis og

  út af spítala, með þvaglegginn lafandi niður úr klofinu, handlegginn tengdan

  við stöng á hjólum með næringu í æð og gasalega illvígan hausverk, og þarf

  þá að gista 6 nætur í viðbót, er 20 þúsundkallinn fljótur að fjúka.Bandit

  Nú á húsfreyja ekki marga 20 þúsundkalla þegar hún er búin að borga

  hús, bíl, faseignagjöld, hússjóð ofl.

  Í góðum mánuði á hún kannski 60.000 eftir í mat, fatnað o.þ.h.

  fyrir sína þriggja manna fjölskyldu og matgrannan kött.Wink

  Í slæmum mánuði er hún heppin að eiga 10.000 krónur afgangs....og þá er

  að svína á VISA...og svína...og allt vindur upp á sig endalaust.Frown

  Það er aðeins blessað orlofið sem reddar húsfreyju frá þvi að

  sökkva fúlan óborganlegan skuldapytt, og hjálpar henni

  aftur upp að núllinu.

  Jamm, orlofið sem á að notast í sumarfríinu, fer allt í skuldir, og hefur

  farið þá sömu helvísku leið í mörg ár, eða alveg frá bankahruni hér hjá oss

  örmum fjármálavitfyrringum út í miðju ballarahafi.

  Sumarfríið verið í mínus fjárhagslega alla tíð síðan, og húsfreyja lengi

  að ná andanum í því fjárhagslega drulludýki, eftir frí.  SVEI!

  Já, því fer fjarri að húsfreyja hafi efni á því að borga 1200 krónur á

  dag fyrir það eitt að velgja rúm á spítala fárveik og voluð. skyldi

  næsta vetrarlægð ná henni.

  Sei, sei nei.

  Samt eru þau hjónaleysin, bóndi og húsfreyja bæði að streða dag hvern,

  virka sem um helgar, við að vinna, og reyna að láta enda ná saman.

  En hvað þá með fólkið sem enga hefur vinnuna?

  Öryrkja?

  Öldunga...afa og ömmu?

  Eru þá máske öldungar og öryrkjar allir á litla Fróni svo vellauðugir

  og moldríkir af seðlum, að ekki sér högg á vatni, þurfi þeir

  að verma rúm á spítala í mánuð, tvo eða þrjá?W00t

  Altént veit húsfreyja, að það er langt því frá að öldungar okkar

  hér uppi á litla Fróni vaði allir í peningum.

  Einn og einn á stangli á margra ára fresti sem hún hittir,

  með Rolexúr á úlnliðnum og farandi 2 ferðir utan á ári í mánaðarsiglingu.Cool

  Flestir hinna eiga vart milli hnífs og skeiðar og láta sér nægja að

  "ferðast gangandi" niður í bókastofu að spila Vist.Grin

  En það er þá skilyrði að þeir búi í þjónustuíbúð...

  ekki víst að sumir þeir öldnu hafi kost á

  ferðalagi gangandi í bókastofu, búi þeir enn í húsi sínu eða íbúð.

  Neipp, ekki margir öldungar sem hafa efni á því að gista dögum saman hjartveikir,

  nýrnaveikir, slasaðir, nýuppskornir eða lamaðir jafnvel, í rúmi á

  deild á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, telur hún.

  Færu frekar heim, fárveikir, hundslappir og nánast ósjálfbjarga, heldur en að

  setja sig og sína í fjárhagslegar ógöngur vegna sjúkrahússlegu, öldungar vorir.

  Jamm.

  Ríkið græðir seint peninga á öldungum, þeir hreinlega "vilja ekki" gista voru

  frónversku spítala, eigi þeir þess nokkurn annan kost.

  Ja, nema......

  Kannski að ríkisstjórnin (djö.... snillingar sem hún er) setji nú fram frumvarp,

  um að setja "sérstakt gjald" á ellilífeyrisþega?Whistling  (Alltaf hægt að plokka af þeim aurana.)

  Svona eins konar "elligjald".Pinch

  Þannig gæti stjórnin gert öldungum að greiða ríkinu 1000 krónur á mánuði,

  12.000 krónur á ársgrundvelli fyrir hvert ár sem þeir "lifa fram yfir" 67 ára aldur.

  Ríkið græddi grimmt, ekki spurning.

  Við erum að tala um 240 milljónir á ári ef 20.000 ellilífeyrisþegar hjara uppi

  á litla Fróni.......1200 milljónir á 5 árum.Halo

  Munar um minna.

  Gæti jafnvel borgað sig fyrir spítalana að bjóða öldungum FRÍA innlögn í viku

  á spítala "tvisvar á ári", þeim til lækninga og hressingar, svo þeir

  lifi sem "allra lengst" og BORGI sem allra mest þar með.Tounge

  Jamm.

  En altént ætlar ríkisstjórn vor að lækka álögur á EINNOTA BLEYJUM.Shocking

  SNILLD!

  GLEÐI!

  Húsfreyja á ekkert bleyjubarn, 12 ára djásnið sjálfbjarga á salerni fyrir löngu.

  En húsfreyju datt þá í hug að skella sér samt á einn bleyjupakka "hræbillegan",

  og athuga hvort hún gæti ekki nýtt sér eitthvað þessi "gæði" nýju stjórnarinnar.Whistling

  Kannski er hægt að "krydda bleyjurnar eitthvað til og steikja á pönnu" og snöfla

  í sigLoL...... nú eða klippa niður í óróa í stofugluggann  úr mismunandi stærðum,

  skúra með þeim parkettið eða sauma úr þeim rúmteppi.Grin......BLEYJUR- JÓLAGJÖFIN

  Í ÁR!

  Möguleikarnir eru óþrjótandi.

  Nei, bara svona smá pæling hjá húsfreyju sem er með orðið "NIÐURSKURÐUR"

  tattúverað þvert yfir enni sér, brennimerkt í hjarta sér og lekandi út úr báðum

  eyrum sér, eftir hartnær 30 ára starf í heilbrigðiskerfinu.

  Góðar stundir og guðanna bænum gætið heilsunnar...nema auðvitað þið

  eigið 1200 kall á lausu.Devil


mbl.is Innheimta gjald fyrir legu á sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband