28.2.2013 | 17:46
Að flytja fljót.
Verklagnir menn Frónbúar, og dugnaður þeirra og
kraftur til verka mikill.
Fara sjálfsagt létt með að redda hrísgrjónaakrinum...afsakið,
Landeyjahöfn, með því að flytja eitt af öflugustu fljótum landsins
eitthvað til vesturs...nú og eða þá til austurs....nema hvortveggja sé.
Lítið verk og löðurmannlegt, þegar snjallir menn hafa ákveðið,
hvar best sé að hafa auruga og straumharða ósa Markarfljóts.
Þarf aðeins að reikna út ólgandi strauma hafs við eina sendnustu
strönd litla Fróns, spá fyrir um ríkjandi veðurátt næstu öldina eða svo...
austur og vestur, hver verður bestur,
og síðan tryggja að ekki verði nein teljandi truflun á ferðum
Herjólsf í Landeyjahöfn vegna eldgosa í Eyjafjallajökli með mergjuði öskufalli.
Jamm, lítið mál.
Eins enskir segja: PIECE OF KAKE!
En svona til fróðleiks, þá á Markarfljót upptök sín
í Mýrdalsjökli en einnig eitthvað frá Eyjafjallajökli,
er 100 kílómetra langt og er stórfljót að vatnsmagni og
straumhörku eftir að það skilar sér niður í byggð.
Jamm, bara eitt svona "lítið og þægilegt" stórfljót uppi á litla Fróni,
sem gaman er að vesenast með í flutningi til austurs...nú eða vesturs.
Verður spennandi, telur húsfreyja, að fylgjast með "flutningi"
Markarfljóts, verði sú lausn á samgöngumálum Eyjamanna valin.
En það er farið að flökra að húsfreyju, að "jarðgöngin" hans Johnsen
hérna um árið, hafi alls ekki verið svo algalin hugmynd.
Góðar stundir, og Guð blessi flugvöllinn í Eyjum.
Flokkur: Spaugilegt | Breytt 23.3.2013 kl. 21:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.