16.1.2013 | 22:52
Bara gæsahúð.
BIKARINN
Einn sit ég yfir drykkju
aftaninn veturlangan,
ilmar af gullnu glasi
gamalla blóma angan.
Gleði, sem löngu er liðin,
lifnar í sálu minni,
sorg, sem var gleymd og grafin,
grætur í annað sinni.
Bak við mig bíður dauðinn,
ber hann í hendi styrkri
hyldjúpan næturhimin
helltan fullan af myrkri.
Jóhann Sigurjónsson.
Þetta ljóð Jóhanns er eitt af eftirlætis ljóðum húsfreyju.
Sterkt.
Tregafullt og þrungið sterkum tilfinningum.
Gerist vart flottara.
Vildi leyfa ykkur að njóta, húsfreyja.
Góðar stundir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.