Brothljóðið.....

 funny_hand_faces_01 ...braut vinalega upp kyrraþögnina í

  Fossvogskirkjugarði.

  Húsfreyja sat flötum beinum á köldum svellbunkanum, og reyndi að

  meta aðstæður.

  Gekk það hálfilla því nístandi sársaukinn í hægri hendi

  virtist framleiða "hugarþoku" í miklu magni í heilbúi hennar.

  Hún dró djúpt andann og ruslaði sér á lappir..... hægri

  úlnliðurinn gargaði af sársauka í mótmælaskyni.

  "Nú hef ég brotið mig" mælti húsfreyja stillilega við systurdóttur.

  "Þú fékkst svaka skell, Sigga" sagði systurdóttir, "en heldurðu að

  þú sért brotin".

  "Jamm, get ekki hreyft hendi og fingur" húsfreyja nokkuð örugg.

  "En reynum samt að finna leiði gömlu konunnar, áður en ég fer á Slysó".

  En ekki fannst leiðið, enda hugsun húsfreyju sífellt þokukenndari og

  háreystin í úlnlið hennar orðin ærandi.

  "Djö.... óþolinmæði er þetta alltaf hreint" húsfreyja sendi úlnlið

  sínum pirraða hugsun, " við ERUM að fara upp á Slysó RÉTT STRAX".

  Þremur korterum síðar var húsfreyja loks mætt á Slysó.

  Úlnliður húsfreyju var aldeilis ekki að sýna neitt sérstakt

  þakklæti og var ORGANDI á háa séinu eftir sem áður.

  "Andsk.... vanþakklæti alltaf hreint" húsfreyja fúl út í 

  útlim sinn.

  Á Slysó var myljandi stuð, fullt út úr dyrum af fótbrotnu,

  handleggsbrotnu og höfuðsáru liði.

  Og sjúkrabílarnir streymdu að með illa dottið fólk í lange baner.

  Síðan var beðið.... og beðið.... og BEÐIÐ!

  Húsfreyja að vanda dró að sér fólk í spjall.... og eftir 5 klst.

  samveru á þröngum biðgangi Slysó á annarri hæð, voru

  allir orðnir kunningjar og perluvinir.

  Komst EINN að frá 17:10 til 20:30, hinir 33 BIÐU.

  Húsfreyja ein af þeim... með gjörsamlega albrjálaðan úlnlið.

  VÁV sá tapaði sér.  

  Tvær Panodyl fékk hún í "boði hússins", en aðalreddingin var að

  fá eina Ibúfen frá aðstandenda"brotamannsins" sem hafði

 komist að kl. 17:30.

  Þá lækkuðu heldu andsk... óhljóðin í úlnlið húsfreyju í tvo tíma,

  en helvítið hélt samt áfram að vera í mergjaðri fýlu.

  Klukkan 21;00 gaf hjúkrunarfræðingur loksins út fína

  tilkynningu.  Búið var að LOKA fyrir frekara rennsli fólks

  í sjúkrabílum upp á aðra hæð, enda sú hæð aðeins opin til

  miðnættis.

  "HALLELÚJA"!  hrópaði húsfreyja upp yfir sig af fögnuði,

  enda nú  á "meðal þjáningavina og kunningja", og fleiri

  tóku undir.

  Og nú gekk þetta glatt fyrir sig.

  Nýju vinirnir hurfu einn af öðrum inn í læknastofur og í röntgen.

  Allir skiluðu þeir sér út aftur í gifsi... með örfáum undantekningum.

  Þeir fáu heppnu óbrotnu, fengu bara vafning og pillu, og útskrift.

  Úlnliður húsfreyju var EKKI einn af þeim heppnu.

  Sei, sei, nei.

  Brotasprungur á þremur stöðum......"SKO" gargaði úlnliður

  á húsfreyju.

  Deyfður, togaður og gifsaður sá hávaðaseggur, og húsfreyja

  slapp út korteri fyrir miðnættið.

  Jamm.

  Í dag "suðar" sá háværi af og til en heldur að mestu leyti kjafti.

  HALLELÚJA.

  Bóndi með 10 manna veislu í kvöld...og handalausa konu.

  GLEÐI.

  Góðar stundir og Gleðilegt Nýtt Ár, og í guðanna bænum

  farið varlega í hálkunni.  Húsfreyja mælir ekki með

  brjáluðum, brotnum úlnliðum að fríka út.IMG_3040

 


mbl.is Beinbrot í hálkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband