22.12.2012 | 12:48
Svekkt og svikin!
ENGINN HEIMSENDI í gær.
Húsfreyja beið með öndina í hálsinum allt gærkvöld,
eftir aldeilis dúndrandi heimsendi.
Fékk engan.
Var meira að segja búin að skreyta jólatréð löngu fyrir
miðnættið, svo henni og 11 ára djásninu
auðnaðist að berja fallegt jólatré augum í hinsta sinn á móður Jörð.
Klukkan sló-miðnætti kom og fór.
Móaði ekki í svo mikið sem eitt stjörnuhrap á himni.
Ekki einu sinni smá "hristingur" upp á 2,3 á Richter.
NICHTS!
NADA!
NOTHING AT ALL.
Grár og gugginn 22. des. birtist um hálf ellefuleytið,
þá húsfreyja var að störfum.
Ekkert "heimsendalegur" sá 22. þessa mánaðar.
Meira svona þreyttur og alveg búinn af skorti á dagsbirtu.
Svo húsfreyja er svekkt og svikin...og sprelllifandi.
Hér var hún búin að reikna með glæsilegu "heimsendasjónarspili",
X-stjörnum að baki sólar að springa eða jörðina að vippa sér
einn kollhnís í "pólarskiptum".
Og ekki síst var hún fastlega búin að reikna með því
að vakna STEINDAUÐ í morgunsárið.
Já, þvílík ekkisens vonbrigði.
Aðeins eitt sem gleður hjarta húsfreyju nú, þennan grámaða
laugardag fyrir Jól, sem ALDREI átti að renna upp:
Hún er löngu BÚIN að kaupa allar jólagjafir, senda öll kort,
og baka herlegar og ljúfengar piparkökur.
Hlakkar meira að segja svolítið í henni, yfir óförum
"heittrúa" heimsendasinna, sem eiga nú eftir að kaupa
allar jólagjafir sínar, redda ræfilslegu jólatré upp á skitinn 1 metra á hæð,
hin öll háu og glæsilegu tré löngu uppseld...eitt þeirra stendur
fullskreytti í stofu húsfreyju, og verða síðan að eyða letidögunum
milli Jóla og Nýárs, í "Nýárskortaskrif"!
HAH!
HEIMSENDI!
HÚMBÚKK!
Góðar stundir og heimsendakveðjur.
Flokkur: Spaugilegt | Breytt 28.12.2012 kl. 17:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.