21.10.2012 | 20:50
Árans ekkisens óheppni....
....alltaf hreint að elta húsfreyju og hennar
eðal familíu.
VESEN með höfuðstöfum og stóru "vaffi"!
Hér hefur húsfreyja ekki komist að bloggborði sínu
svo dögum skiptir, fyrir myljandi roki og frostakulda innandyra...brrrr!
Á heimili húsfreyju tóku nefnilega "sparperur" að "springa"
í síðustu viku!
JEPP!
Fyrst vesælar 40 vatta, 3 í röð...piff...paff...púff...en síðan hljóp
andskotinn í spilið...FJÓRAR....BANG...BÚMM...KRASTJH...piff!
Jamm stórar 60-80 vatta perur bara steindauðar sisona.
SJÖ stykki.
Helvískt kvikasilfursdrasl.....
Hús húsfreyju staðið ÖLLUM, mönnum sem dýrum, OPIÐ
þar með síðustu daga.
Fjölskyldan húsfreyju hefur þar með rölt í Indíánatakti...æææjajaja....eieieijaja...
íklædd 10 lopapeysum, með króklopna fingur, skurðstofugrímur og grýlukerti á nefum,
um íbúðina í "10 cm þykku ryklaginu" á gólfunum, til að koma í veg fyrir
ótímabært andlát af völdum skítakulda og kvikasilfurseitrunar.
MÁ EKKI SÓPA!
Má ekki RYKSUGA, sei, sei nei!
Og Guð hjálpi þeim, sem dirfist að skúra.
LOFTA ÚT!!! er mottó heimilisins.
Heimiliskötturinn er stórmóðgaður....enda búinn að hanga
í kviðbeisli 20 cm. yfir stofuborðinun síðustu daga.
Er aðeins slakað niður á borðið tvisvar á dag, á
matmálkstímum.
Gengur ekki að læðugreyið drepist af kvikasilfureitrun....eða hungri!
Ellefu ára djásninu finnst ástandið á heimilinu MJÖG ÁHUGAVERT,
og ætlar að rita ritgerð upp á 15 síður fyrir Íslenskufræði sín,
um SPARPERUR og áhrif þeirra á geðheilsu foreldra.
Húsfreyja er hinsvegar öll í því að finna LAUSN á málunum.
Er komin í samband við "perusmyglara"....fær hjá honum eðal VENJULEGAR
"orkueyðandi" Osram GLÓ-perur, 10 kíló á 1588 kr. kílóið, í hús á morgun...
meira að segja smyglarar þurfa sín "helgarfrí"!
En kötturinn verður að HANGA þar til í fyrramálið, þó bóndi
hafi loks skúrað íbúðina í dag, og húsfreyja lokaði öllum
gluggum og dyrum KYRFILEGA.
Húsfreyja fær ekki VOTTORÐ frá heibrigðiseftirlitinu fyrr en
á morgun, eftir að "hreinsunarsérsveitin" er búin að
leita dauðaleit að villuráfandi kvikasilfri í íbúð hennar, og
gefa grænt ljós á áframhaldandi búsetu......eða öðrum kosti
ráðleggja húsfreyju að selja Viðlaga-og Hamfarasjóði íbúðina.
Hehehehehehehe....stóðst ekki mátið, húsfreyja.
Var að lesa "sérlegar leiðbeiningar" um hvernig henda
beri sprungnum "sparperum".
Jamm, og nýbúið að BANNA glóperur...ja sei!
Er ekki lífið dásamlega skemmtilegt og skrýtið á plánetunni Jörð?
En góðar stundir, og megi allar ykkar perur loga að EILÍFU.
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.