13.9.2012 | 21:05
Myljandi flott KORN þetta.
Húsfreyja er hrifin, það segir hún satt.
Forstjóri á Landspítala að fá um 20% launahækkun.
GLEÐI!
HRIKALEG HAMINGJA.
Hlýtur að þýða að kreppufárið sé yfirstaðið hér uppi á litla Fróni,
svo nú megi landsmenn allir fara að vænta mergjaðs góðæris
og svo að sjálfsögðu launahækkunar upp á lágmark 20%
á næstu dögum.
LÁGMARK!
Því hafi forstjóri Landspítala verið svo aumur launalega,
að þörf var á að hækka laun hans um 20%, hvað má
þá segja um hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og
aðra starfsmenn heilbrigðisgeirans.
Þeir hóglátu heilbrigðisstarfsmenn hafa hingað til ekki
staði á götum úti, barið sér á brjóst og státað sig af
því að hafa mun hærri mánaðarlaun en forstjóri Landsspítala sem og
aðrir yfirmenn þeirra.
Sei, sei nei.
Frekar rennt augum á eftir fjórhjóladrifnum eðaljeppum
yfirmannanna og dáðst að fallegum einbýlishúsum þeirra,
hinir hóglátu og launalægri heilbrigðisstarfsmenn, þá þeir eru
framhjáakandi á 10 ára gömlum Tójótum, Hondum og Skódum.
Jamm, það hefur hingað til ekki verið hátt metið að bera ábyrgð
á mannslífum, launalega séð.
En takist þér að koma þér í skipulags- og pappírsvinnu þá
hækka launin óðara svo hratt að manni sundlar.
Og komistu síðan í stjórnunarstöðu með eigin skrifstofu, tölvu og
alvöru skjalaskáp fyrir alla "ómetanlegu og dýrmætu" pappírana þá fara
mánaðarlaunatölurnar að verða svo fáránlega háar, að það er ekki
fyrir venjulegt "vinna hraðar-hlaupa meira-meiri ábyrgð-fyrir lægri laun-
heilbrigðisstarfsfólk", að skilja þær.
En máske að vesalings Landspítalaforstjórinn hafi orðið illilega útundan,
hvað ofurlaun varðar, og rétt haft nóg á mill hnífs og skeiðar,
svona svipað og erlenda skúringafólkið, og nýútskrifuðu
sjúkraliðarnir og hjúkrunarfræðingarnir.
Þá er ekki nema von, að tími hafi verið komin á 20%
launahækkun hjá Landsastjóranum, og upplagt að
brúka til þess millurnar sem sparast hafa í síðasta
"loka heilli deild-og segja upp hjúkrunarfræðingum-niðurskurði".
Já, aldeilis fínt að geta notað það sem hefur sparast með blóði,
svita og tárum og niðurskurði inn að MERG, í góða launahækkun
fyrir blanka og arma forstjóra.
Og þar sem það segir sig sjálf, að í lýðræðisríkinu á litla Fróni,
þar sem ójöfnuður viðgengst "alls ekki", verður næst farið
í að hækka laun hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, lækna, sjúkraþjálfa,
ræstingafólks, umönnunarfólks, viðgerðarmanna og húsvarða
á öllum heilbrigðisstofnunum landsins.
UM 20%!
POTTÞÉTT!
Húsfreyja er alsæl og hlakkar til.
Ooooooo... nú verður hún sko spennt!
Verður kannski einu sinni hægt að missa sig svolítið
í jólagjafakaupum, án þess að Visakorti fuðri upp í
frumeindir sínar af ofnotkun.
Hallelúja.
Þetta verða þá fyrstu góðu pakkajólin okkar heilbrigðisstarfsmanna
síðan.....ja.....síðan.....síðan....öööööö....ALDREI!
Æææ, þarna brann húsfreyja alveg yfir í hausnum af æsingi.
Gleymdi því, að ALDREI hefur ríkt góðæri í heilbrigðiskerfi Frónbúa.
ALDREI!
Altént ekki þau ár frá 1984, sem húsfreyja hefur starfað við það.
Eilífur helvískur niðurskurður, ofursparnaður, aumingjaskapur
og blankheit hefur vofað yfir höfðum heibrigðisstarfsmanna
sínkt og heilagt ár eftir volæðis ár í kerfinu.
Heilbrigðiskerfi Frónbúa hefur húsfreyju virst vera blankara en
"Litla Stúlkan Með Eldspýturnar".....meira segja á tímum góðæris
útþenslu og pappírspeningabrjálæðis!
SKERA NIÐUR!
LOKA DEILDUM!
FÆKKA STARFSFÓLKI!
LOKA ÖLLUM SPÍTULUM Í 60 KÍLÓMETRA RADÍUS FRÁ REYKJAVÍK!
LOKA ÖLLUM FÆÐINGARDEILDUM ÚTI Á LANDI!
LOKA ÖLLUM SKURÐSTOFUM ÚTI Á LANDI!
LENGJA ALLA SJÚKLINGABIÐLISTA...EN Í GUÐANNA BÆNUM LÁTIÐ ÞAÐ
EKKI KOMA NIÐUR Á GÆÐUM ÞJÓNUSTU VIÐ SJÚKA!
MINNKA ÞJÓNUSTU......EN Í GUÐANNA BÆNUM LÁTIÐ ÞAÐ SAMT EKKI KOMA
NIÐUR Á GÆÐUM ÞJÓNUSTU VIÐ SJÚKA!
EN EINHVERRA HLUTA VEGNA: SVO BYGGJUM VIÐ OG BYGGJUM,
FLOTTARI LANDSPÍTALA, FLEIRI ÖLDRUNARHEIMILI, FLEIRI ÖLDRUNARÍBÚÐIR...
Bara smá, oggulítil snuðra hlaupin þar á þráðinn.....HVERJIR eiga að
vinna í öllum flottheitunum, þegar heilbrigðisstarfsfólk frónverskt er í massavís
fluttt á íðilfagrar olíulendur norska kóngsins?
Jamm, og svo er auðvitað þetta smotterí, með endurnýjun á
geislatækjum, skönnum, skópum og öðrum fínum lækninga-/greiningagræjum?
Kannski óþarfi að vera vesenast með svona flottheit,
þegar allir eru dauðir sem þurftu þeirra með til að læknast af
veikindum sínum, og þeir sem kunnu að brúka þau eru einnig
horfnir á vit norskra ævintýra.
Bara húmbúkk!
Húsfreyja sér fyrir sér, á sínum svörtustu stundum breiðþotuflug "langveikra-
uppgefinna á að bíða eftir lækningu-Frónbúa" til norskra frænda vorra,
þar sem 300 manns flýgur saman, hundveikt allt saman, til Osló.
Sest þar á bekk í norskum læknabiðstofum, upp á von og óvon
að þar fáist einhver heilbrigðisaðstoð af viti.
Dettur húsfreyju þá í hug, að ættingjar hinna sjúku flugfarþega,
gætu fyrir flug, brugðið sér niður á höfn með vænar veiðistengur,
og náð sér í eins og 5 kíló af Makríl, sem frystan mætti
síðan taka með sér til Noregs, og nota til að flýta fyrir og liðka fyrir
þjónustu norskra lækna við hina sjúku Frónbúa.
Gæti svínvirkað.
Jamm, varð að gera smá grín að frétt þessari, húsfreyja.
Alveg furðuleg launahækkun atarna, þegar öllum öðrum þegnum er
uppálagt að herða sultarólina.
Kíkja á óherta sultaról meistarakokka næst, í imbanum.
Góðar stundir og megi öll ykkar launaumslög þykkna um 20% á
næstu mánuðum.
Kornið sem fyllti mælinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.