Flutningur, ferðalög og kistur á hjólum?

IMG_2816  Húsfreyja klöngraðist niður snarbrattan

  stigann í húsi systur í Eyjum í 12-ta sinn,

  með þunga körfu fulla af fatnaði, bókum,

  dóti og handklæðum.

  "Jamm, og á þá samkvæmt máltækinu eftir að

  mæta hingað í Eyjar út að minnsta kosti einu sinni enn",

  hugsaði húsfreyja og glotti.Wink

  Þær systur stóðu á haus í því að flytja 9 ár af búskap

  úr húsi systur í stærra hús vestar á Heimaey.

  Þær voru búnar að flytja skápa, kommóður, stóla og meira

  að segja níðþungan þriggja sæta sófa í litla SkódanumW00t

  systur í Eyjum og voru nú komnar upp á efri hæð hússins að

  flytja.

  Þar fleiri kommóður, rúm, hillur ásamt öllu smálega "bráðnauðsynlega"

  dótinu sem við mannfólkið þurfum að hafa í kringum okkur.Whistling

  Systir í Eyjum bísnaðist af og til yfir getu sinni að gjörnýta hvern

  fersentimetra gamla hússins, og reyndi að botna í því hvernig henni hafði

  tekist að fylla húsið, án þess að allt færi í DRASL.Joyful

  Húsfreyja nefndi lauslega föður þeirra systra, sem hafði verið haldinn

  sérstakri söfnunarnáðargáfu:  Safnaði alls konar blaðadóti, jafnvel

  rifrildum úr blöðum og faldi á góðum stað, þar sem við

  systir í Eyjum fundum það fyrst í árlegri jólahreingerningu....Halo

  og þá í alls konar misjöfnu og góðu ástandi....fréttin, myndin eða

  sagan sem hafði verið svo mikilvægt að geyma,

  iðulega komin í tætlur og hengla......og pápi löngu búinn að

  gleyma hví hann vildi geyma.Devil

  Systir í Eyjum staðhæfði staðfastlega, að hún væri ólík föðurnum,

  og hefði alltaf verið duglega að henda öllum óþarfa....."ég líka",

  svaraði húsfreyja, " en við systurnar erum allar líkar pabba með

  það, að við eigum ERFITT með að skilgreina "óþarfa"!Whistling

  Síðan hlógu þær systur báðar, enda ekki annað hægt í stöðunni...

  tvær kellur að standa í stórflutningi á einum Skóda.Tounge

  En allt gekk þetta bísna vel, og þegar húsfreyja var búin að

  fara einar 8 ferðir með systur á Skódanum og búin að ná því

  að klemma litla fingur sinn illilega, svo sá stutti var

  fagurblár og bólgin, mætti systurdóttir og tók 2 ferðir

  með systur, áður en systurdóttir Herjólfaðist upp á land.

  Sumarfrí húsfreyju hafði hafist um miðjan júlí með fögrum fyrirheitum um slökun,

  útsaum, rólegri og fallegri tónlistarhlustun, tiltekt og huggulegheitum.Halo

  Jepp.

  Ekki saumað eitt spor.Sideways

  Gengið 4 kílómetra lágmark á degi hverjum....slökun hvað?Woundering

  Tónlistin....."You don't know you're beautiful..nananana" (One Direction),

  "If I was your boyfriend" (J. Bieber), "Lífið er Yndislegt" (Hreimur) og

  "To night we are young" (Fun) virðast einhverra hluta vegna límd

  í tónlistarhluta heilabús húsfreyju.Pinch

  Gæti eitthvað tengst tónlistarsmekk ellefu ára djásnsins.

  Aðeins eitt rólegt lag virðist hafa náð inn: "Sumargesturinn" (Ásgeir Trausti).Joyful

  Tiltektin?....."hva, þarf eitthvað vera sínkt og heilagt að taka til"?Angry

  Huggulegheitin?  Huggulegheit eru stórlega OFMETIN sem

  skemmtiefni í sumarfríum, er mat húsfreyju,Grin enda gjörsamlega búið

  að vera brjálað að gera í alls konar ferðalögum, fjölskyldumálum,

  og skemmtilegheitum í hennar fríi.

  Til dæmis smellti húsfreyja sér í eina herlega ferð til Sauðárkróks

  með ellefu ára djásninu, þá þær voru norðan heiða í sumarbústað

  með tengdó við Vesturhópsvatnið.

  Mættu í 18 stiga hita, sólskin og blíðu.IMG_2881

  Röltu upp Prestsklauf upp í kirkjugarð, og mynduðu grimmt,

  djásnið hlaut ís í verðlaun fyrir dugnaðin við gönguna....

  er enn að pæla í "visku" manna í "gamla daga" að  rölta alla leið upp

  á nafir með þunga kistu og jarða þar, sú ellefu ára.Shocking

  Tja....húsfreyja veit ekki...henni finnst eitthvað notalega

  gamaldags við svona vinnubrögð.....fyrir tíma vélknúinna

  ökutækja og malbikaðra vega.

  "Ég hefði allavega sett HJÓL undir allar líkkisturnar, svo menn gætu

  RÚLLAÐ þeim upp",Wink ellefu ára djásnið ákveðið.

  Húsfreyja sá fyrir sér STÓRTJÓN og slys, hefðu þá

  "líkrúllandi"-mönnum skrikað fótur við að ýta, og misst kistuIMG_2888

  frá sér á fleygiferð niður brattann.......aaaaaargh.W00t

  Ekki vinalegt að fá einn ekki mjög "lifandi" inn um stofugluggann

  hjá sér í vísiteringu......á hjólum.Pinch

  Húsfreyja og djásn glottu grimmt að pælingum sínum, og röltu niður

  í kaffi og ísinn.

  Vertinn sagði skemmtilega sögu og sýndi "fimmeyringaborð".

  Næsta viðkoma var Maddömukot, þar sem djásn og húsfreyja

  fengu fína vetrarvettlinga, súkkulaði, meira kaffi og spjall.

  Maður á besta aldri fræddi þær um uppbyggingu staðarinsIMG_2891

  yfir kaffinu og var alveg rasandi á breyttum tímum....

  "Hér áður fyrr þekkti ég alla í þorpinu, nú þekki ég bara orðið elsta fólkið"!

  Gangur lífsins.

  Þá var það verslun H. Júlíussonar, ein elsta verslun Sauðárkróks.

  Húsfreyja sveif um á sæluskýi þar inni.

  Gamla Brynjólfsbúð Eyjanna "endurfæddist" henni samstundis.

  Gamla vigtin, stóru skúffurnar, djúpu viðarhillurnar þar sem öllu ægði

  saman.

  Bjarni Haraldsson stórkaupmaður tók hjartanlega á móti þeim mæðgum.

  Sýndi þeim inn í sitt kames...oooo gamlar svarthvítar myndir, nýja

  verslunin sem var byggð "utan um" þá gömlu....átti vin semIMG_2894

  hafði flutt til Eyja, Helga Marinó.....tenging, mikið spjall, gaf

  djásninu ís og að lokum  fékk húsfreyja að mynda kaupmanninn

  fyrir utan verslun sína.

  Og eitt alveg dásamlegt! 

  Fyrir framan verslun H. Júlíssonar ein herleg bensíndæla...við sjálfa

  aðalgötuna....enn í fullri notkun!IMG_2893

  Húsfreyja fílaði Sauðárkrók í tætlur, og rölti um og myndaði grimmt

  með djásninu fram á kvöld, en þá var haldið aftur yfir

  Þverárfjallið heim í bústað.

  Svona ferðalög gefa lífinu gildi og fegurð, og gera húsfreyju

  stolta af landi og þjóð.

  En matur næst, fósturdóttir er í gistingu og mat.

  Góðar síðsumarsstundir.IMG_2884

              IMG_2885


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband