25.6.2012 | 00:08
Hann þarf að komast á vinstri löppina....!
.....,sjónvarpsmanni var mikið niðri fyrir, er hann
mælti þau fleygu orð.
"Þvílík háheilög sannindi" hugsaði húsfreyja hróðug og glotti grimmt,
þar sem hún sat og "hlustaði" á lýsingu fótboltafróðra
manna á kreppu-flatskjánum sínum.
Húsfreyja ELSKAR að "hlusta" á lýsingar fótboltaleikja á skjánum.
Þar þeysa menn um víðan völl í orðsnilld og íslensku tungutaki,
svo unun er á að heyra.
- "Englendingar standa og veifa hendinni", sjónvarpsmenn létu hvergi
deigan síg í lýsingunni.
"Og Englendingar eru þá allir "handalausir" nema einn,
sem aðeins hefur EINA" hló húsfreyja hið innra með sér, "og henni
veifa þeir grimmt....allir sem einn".
- "Mér finnst að skyttur eigi að "hitta" markið þegar þeir eru
komnir inn fyrir marklínu", sjónvarpsmaður sár yfir getuleysi leikmanns
við að skora.
Húsfreyja veinaði af hlátri.
- "Carrol er að reyna að koma inn í leikinn".
"Ekki seinna vænna", hugsaði húsfreyja, "seinni hálfleikur hafinn,
og andskotans maðurinn inni á vellinum, en utan leikjar"!
- "Þeir verða að "taka boltann niður", þeim hefur tekist það
einu sinni á síðustu 10 mínútum", sjónvarpsmaður ábúðarfullur.
"Ljótt ef boltinn er bara á sveimi yfir höfðum leikmanna", húsfreyja
var rasandi á 10 mínúta flugi fótboltans.
En boltinn hélt áfram að fljúga samkvæmt lýsingu:
- "Boltinn er að rísa yfir markið...margar mannhæðir".
"Þeir hafa líklega dælt "gasi" í helvíska tuðruna" var álit húsfreyju.
- "Englendingar aldrei líklegri til að" búa eitthvað til" þarna frammi",
sjónvarpsmaður, reyndi að vera jákvæður um frammistöðu breskra.
Húsfreyja var að míga á sig af hlátri......"hvað voru breskir
að bardúsa í miðjum fótboltaleik?
-"Hann er allt of HEITUR", húsfreyja missti af því hvort verið
væri að ræða boltann eða leikmann.
- "Menn hafa átt erfitt með að "fóta" sig allan leikinn",
húsfreyja var komin í keng af hlátri...."atvinnumenn
í FÓTbolta í erfiðleikum með að FÓTA sig"!
-"Balotelli er dálítið hissa"....."engin furða" hugsaði
húsfreyja, "ef færustu fótboltamenn heims fóta sig ekki
á fótboltavellinum"!
- "Þarna er MAAAAARK......hann er rangstæður, já" mæðan
í rödd sjónvarpsmanns var nánast áþreifanleg!
- "Englendingar búnir að vera mjög "þéttir" í leiknum".
Eina hugsun húsfreyju við þessa yfirlýsingu var:
"Einhvern tímann var sungið á öldum ljósvakans:
"NÚ ER ÉG ÞÉTTUR, OG ORÐINN FURÐU LÉTTUR,
ÉG ER Í OFSASTUÐI OG ELSKA HVERN SEM ER".
En leikurinn var ekki búinn.
Og sjónvarpsmenn fóru á kostum:
- "Hér kom stórkostlegt skot, sem leit kannski ekki út
fyrir að vera það".
Og síðan: -" Þarna er hann kannski ekki að "miða" á markið"!
"Heldur HVERT og á HVAÐ"??, húsfreyja náði vart andanum svo mikið
hló hún.
Þegar sjónvarpsmaður skellti sér síðan í lýsingu á
"arkitekt" sem skyndilega birtist á vellinum og hóf
að teikna upp "sóknina", var húsfreyju allri lokið,
svo hún lagði á flótta inn á bað og fór í sturtu.
Það síðasta sem hún heyrði var:- "Hann tekur sér nægan
tíma í markinu, án þess að vera of augljós að tefja tímann...."
Fótbolti er tær SNILLD!
Að lýsa fótboltaleik sérstök NÁÐARGÁFA.
Húsfreyja vill þakka íþróttasjónvarpsmönnum RÚV kærlega fyrir
sérdeilis frábæra kvöldstund!
Góðar fótboltastundir.
![]() |
Ítalir höfðu betur í vítaspyrnukeppni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkur: Íþróttir | Breytt s.d. kl. 00:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.