Stóra lagið frá litla Fróni komst áfram-BRAVÓ!

 iceland Húsfreyja og systurdóttir héldu

  pizzuveislu í tilefni af sönglagakeppninni.

  Marinó og Bára pældu í hraða og fjöri, á

  meðan systurdóttir hafði mest gaman af "stuttpilsakeppninni"

  sem er ætíð hliðarkeppni í Eurovision.

  Húsfreyja sjálf reyndi að meta hrynjanda, takt, söng

  texta og framkomu.

  Hefur nú GLATAÐ sínu viðkvæma tóneyra, húsfreyja, á

  einu kvöldi, og örvæntir um að það sé henni að eilífu týnt og að

  henni takist aldrei að finna það aftur.

  Í þetta sinn voru það ísraelir sem misþyrmdu

  hlustum húsfreyju allhressilega með lagi sem

  óneitalega minnti húsfreyju á "Lína litla ballerína" sem

  Katla Marý söng hér á árum áður inn á barnaplötu.

  Má þá húsfreyja frekar biðja um "Habanibía búe be".

  HRIKALEGT!

  Barnalagið hennar Kötlu mun skárra en þessi afbökun.

  Veit Katla Marý af þessu?

  En húsfreyja var ánægð með flutning Grétu, Jónsa og kó.

  Þau voru grand og skiluðu þesu stóra lagi listavel.

  Um aðra söngva og söngvara vill húsfreyja lítt tjá sig,  nema babúskurnar

  voru krútt, og 11 ára djásnið var hrifið af silfruðu englunum frá Írlandi, en

  gaf það út að önnur lög keppninnar væru hálf-leiðinleg.

  Húsfreyja óskar íslensku flytjendunum innilega til hamingju með

  komast áfram.

  Góðar Eurovisionstundir.

 


mbl.is Ísland komst áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband