19.1.2012 | 21:08
Súrnar nú norskum...
.. í geði, og gerast þulir þeirra tapsárir og tannhvassir.
Skiljanlegt.
Alltaf fúlt að tapa.
Húsfreyja nagaði naglabönd sín af æsingi og
spennu, og reitti hár sitt af örvæntingu lengi vel
yfir handboltaleik þessum millum Frónbúa og
Norðmanna í gærkveldi.
Taugar hennar voru úrbræddar og maginn í hnút.
En svo komu "srákarnir okkar" með það sem hún hafði
beðið eftir: Myljandi baráttugleði og snilldartakta á
síðustu mínútunum.
Húsfreyja er langt frá því að vera snilli í handboltareglum,
en eigi gat hún séð, að maður sem snéri baki í markið,
ætti víti skilið.
En hvað veit hún?
Kannski eru reglur breyttar og dómarar danskir að
skíta upp á bak, með því að dæma ekki norskum
"afturábak-mönnum" víti?
Baunar í dómarastétt þar með gengnir "þeim í neðra"
á hönd, og farnir leyfa "þrælaþjóðinni og óbermunum"
uppi á litla Fróni að berja á "eðal herraþjóðinni" ,Norðmönnum og sigra
þá, með því að hafa af þeim víti....eða hvað?
Ekki gott að segja .
Sjálf telur húsfreyja, að "strákarnir okkar" hafi hreinlega
tekið norsarana í nefið á síðustu mínútum leiksins,
og sigurinn því þeirra, hvað sosum öllum "afturábak-vítum" líður.
Góðar stundir og njótið handboltakvöldanna.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Spaugilegt | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.