16.1.2012 | 20:06
Rotvarin, erfðabreytt og iðn-saltpækluð...
....um þessar mundir, húsfreyja, samkvæmt nýjustu
fréttum af því sem hún raðar ofan í sig sem mat.
Húsflugur steindrepast bara við það að húsfreyja "andi" á þær.
Húsfreyja ekki fengið kvefvírus síðan á því herrans ári 2008....
kvefvírusar eiga engan sjens, svo EITRUÐ er konan orðin.
Kveikir nú húsfreyja á þremur sprittkertum í stofunni, með einu freti en
heimiliskötturinn felur sig ofan í baðkari inni á baði
á matmálstímum, enda extra fín loftræsting á baðherbergi húsfreyju.
Stofublóm húsfreyju skarta fjólurauðum laufblöðum með gulum
doppum...og eitt þeirra át um daginn vinnupeysu bónda ásamt
slatta af sokkum.
Hehehehehe...stóðst ekki mátið, húsfreyja.
Alveg með ólíkindum hvað við setjum ofan í okkur villt og galið,
grunlaus og barnaleg.
En altént ættum við að vera vel "iðnvædd" hér uppi á litla Fróni,
hvað sosum hollustuna varðar.
Góðar stundir, og munið að "salta" vel hafragrautinn og eggið í fyrramálið.
Áttum að krefjast vottorða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.