Hvað er svo glatt, sem góðra...

 100 3451 ..."þingmanna-fundur"....

  HALLELÚJA!

  Þingmannasveitin sunnlendingana komin fram.

  Búin að vera týnd Eyjamönnum mánuðum saman,

  ef ekki árum, svo þeir hófu dauðaleit.

  Auglýstu með heilsíðu í Mogganum.

  EUREKA!

  Þingmennirnir þar sunnan heiða fundnir, komnir fram, komnir í ljós.

  Rak upp á fjörur Eyjamanna í einum hvínandi hvelli, eftir

  Moggaauglýsinguna, svo nú skal fundað.

  Það verður fundað um beljandi stórfljót með

  læti og aurburð inn í Landeyjahöfn.

  Um svínslega illgjörn eldfjöll undir jöklum að spúa ösku

  ofan í Landeyjahöfn.

  Um stórstreymis djöfulegan öldugang og sandrótshavarí í Landeyjahöfn.

  Um risastóran, djúpristandi "ælukopp" sem ætlað er að komast inn í

  Landeyjahöfn í öllum veðrum, í stórstreymi, með öskuspúandi

  eldfjall sem hafnarvörð, og lítil, nett jökulhlaup í Markarfljóti.

  Eyjamenn eru heitir.

  Þeir vita aldrei hvort leið þeirra liggur um ægifagrar sveitir

  Rangárvallasýslu eða hvort þeir geta skroppið í gólf

  í Þorlákshöfn, á leið sinni í höfuðborgina.

  Allt í tómri óvissu.

  "Hvert á að sigla í dag"? Kvíðvænlegasta og ömurlegasta spurning sem

  starfsmenn Herjólfs heyra.

  Þjást sjálfsagt allir sem einn af OFSA-KORTER-FYRIR-FERÐ-KVÍÐA, starfsmenn

  þess góða skips.

  Jamm, en gleður húsfreyju ósegjanlega, að þingmenn suðurlands

  skuli hafa komið í leitirnar.

  Var farin að hafa verulega áhyggjur að þeir hefðu

  týnst á leiðinni út í Eyjar, á þessum stutta tíma frá opnun

  Landeyjahafnar, og væru sem villuráfandi rollur,

  soltnir, veðurbarðir og illa til reika, "í óskilum "

  á einhverri FjallabaksleiðinniTounge.

  Vonar húsfreyja að góðar lausnir á samgöngumálavanda

  Eyjamanna finnist á fundi þessum, og að allir gangi sáttir frá borði.

  Verst ef að þingmennirnir TAPASt aftur á leiðinni upp á land....

  En kannski Eyjamenn splæsi bara undir þá flugvél...hehehe.

  Góðar stundir, og vonandi fer fram reglulegt "manntal" niðri á Alþingi....

  .....

  ..slæmt ef finnast fleiri sauðir af fjalli á haustin en þingmenn á AlþingiLoL.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband