29.7.2011 | 12:57
Þær hafa þá reynst heldur við vöxt...
...naríurnar, þegar þjófur mátaði.
Og næsta víst að "ættardjásnin" nytu síns
lítt í svo víðum nærbrókum.
Skárra að skila þá, Greifum brókum þeirra, enda
þær þeim vel merktar og hönnun brókanna öll til sóma.
Virðast þessar ágætu nærbuxur geta haldið hita á
"öllum Greifunum í einu" kólni þeim "niður" á
svölum útihátíðum.
Er það vel að þeir skuli hafa fengið nærbuxurnar sínar aftur,
Greifarnir.
Húsfreyja spáir því að þeir verði öllu "greifalegri" á
sviði í sumar fyrir bragðið.
Góðar stundir og megi þið aldrei verða uppiskroppa með naríur.
Nærbuxunum skilað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 13:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.