13.4.2011 | 17:24
Flott SKÚBB þetta!
Naglarnir fundnir!
Sem brúkaðir voru til að negla upp
Jesú frá Nasaret.
Hallelúja!
Benedikt sext... XVI hlýtur að hoppa hæð sína af hrifningu
og andaktugri gleði yfir fundi þessum.
Enn einar gersemarnar í helgigripasafn páfa.
Munu sóma sér vel innan um "einhver tonn" af
krossaflísum Krists, og "ótölulegum hauskúpum"
Jóhannesar skírara.
Talar ekki húsfreyja um alla líkklæðisstrangana,
sem Jesú eru eignaðir.
Himnesk gleði og hamingja katólskra um alla ókomna tíð.
Gott ef sá sextándi bjallar ekki með hraði í Kára Stefáns.
okkar Frónbúanna, og lætur rannsaka nagladásemdirnar
og leita eftir DNA-sýnum.
Ekki amalegt að vera máske með erfðamengi
þess krossfesta frá Nasaret í ofanálag.
Húsfreyja er þess fullviss að ísraelir munu fúslega
láta nagla þessa af hendi til hins háheilaga
Páfadóms á Ítalíu.
Nema auðvitað þeir þurfi að brúka þá í "naglasúpu"....
Það er víst kreppa í Ísrael líka.
Góðar stundir og munið: Betra er "naglfast" útigrill,
en "fljúgandi grill", á ferð í mergjuðum vorlægðum.
Segist hafa fundið krossfestingarnaglana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 17:34 | Facebook
Athugasemdir
Sigrún Óskars, 16.4.2011 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.