1.2.2011 | 21:20
Bráðabirgðaflóðvarnagarður.
Bráðabirgðaflóðvarnagarður!
Húsfreyja er hrifin.
Dæluskipið Skandia lagt af stað.
Hallelúja!
Tekur "aðeins" tvo daga að dýpka Sand... fyrirgefið
Landeyjahöfn.
Húsfreyja er bókstaflega að rifna af hrifningu.
HALLELÚJA, HALLELÚJA!
Eitthvað að gerast.
Eyjamenn á grænni grein..... eeee...eða NEI, eitthvað lítið
um tré í Eyjunum...svona meira hríslur og runnar...ókei þá...
Eyjamenn komnir með "allt sitt upp á þurrt"....ööööö..nei,
"þurrt" að minna of mikið á svartan sand, aur, eðju, strönduð skip...
...ekki alveg að gera sig tungutakið hjá húsfreyju í máli þessu.
Altént er einhver vonarglæta hjá Eyjamönnum með höfnina
við sandinn svarta og fljótið auruga þarna austur í
Landeyjum.
Blámar í heiðan himinn og móar í bjarta sól og stutta fjörutíu mínúta
siglingu hvað varðar samgöngur Eyjamanna.
Verði veðurguðir allir oss náðugir og miskunnsamir.
Sendi Eyjamönnum LOGN..... dögum...nei, vikum.....
...allt í lagi, höfum það mánuðum saman, "á meðan"
verið er að redda Sand... Landeyjahöfn frá því að
verða að hrísgrjónaakri.
"Á meðan" verið er að "FLYTJA" ósa Markarfljóts eitthvað
austur á land....nei, til austurs var það víst
, þó húsfreyja
telji sjálf mun happasælla, að þræla argvítans aurleðjufljóti þessu
og ósi þess, ekki styttra en austur á Höfn í Hornafirði.
Já, og "á meðan" verið er að byggja "bráðabirgðaflóðvarnagarð"...garða,
og hvað?.....VARANLEGA bráðabirgðaflóðvarnagarða?
Og að sjálfsögðu þarf einnig að byggja
"bráðabirgðasandfoksvarnagarða" fyrir ökumenn á ferð
í mergjuðu roki á Suðurlandsvegi á leið í Landeyjahöfn, eða hvað?
Jamm, og þar sem annars ágæta höfn þessi er
í næsta nágrenni við fyrrum öskuspúandi
Eyjafjallajökul.....samanber öskuskemmdir bílar á
bílastæði Herjólfs í Landeyjahöfn, þá eitthvað hreyfir vind,
mætti einnig huga að því að koma upp "bráðabirgðaöskufoksskýli"
fyrir kyrrstæðar bifreiðar á bílastæði Landeyjahafnar.
Jamm, það er myljandi í gangur í þessu hjá Eyjamönnum...
talar ekki um húsfreyja, takist Scandiu að komast alla leið
til landsins einhverja næstu daga.
En það spáir víst óveðri....
Góðar stundir og hugsið nú hlýlega til Eyjamanna og veðurguða,
og biðjið um LOGN!
![]() |
Sanddæluskip lagt af stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.