25.1.2011 | 21:08
Ólögleg og skíthrædd...
Tók þátt í kolólöglegum kosningum,
og atkvæði hennar úrkast, markleysa og ógilt þar með.
Ó, vei.
Húsfreyju auma.
Hún rífur í hár sér af angist og örvæntingu.
"Gömlu lögin" skulu blíva, góð, gild, ómöguleg, úrelt og svínsleg....og hvað ekki.
Býttar engu, þó yfir 30% kosningabærra manna hafi haft
skoðun á málinu, og mætt til að kjósa til stjórnlagaþings.
Striki slegið yfir.
Kosningin núlluð út vegna pappaveggja, og "óvandaðra vinnubragða",
eins og að ekki mátti "brjóta kosningaseðilinn saman".
KRÆST!
Og verður þá kosið næst á Litla Hrauni í múruðum, hljóðeinangruðum
klefum, með seðla sem hægt er að brjóta saman í "skutlur" sem
"svífa" síðan beint ofan í kjörkassana?
Æææ, svo sitja tveir herramenn í sjónvarpssal,
ákærendur kosninganna, og segjast "himinlifandi"!
Annar ákærenda meira að segja í framboði til stjórnlagaþings.
Sóun á tíma og peningum þjóðarinnar í "ógildar og kolólegar" kosningar
aukaatriði, bara ef þeir eru "himinlifandi".
Þarf jafnvel að kjósa upp á nýtt.
Vesen! Vesen! Vesen!
Nennum við þessu, þegar í nógu öðru er að snúast?
Herramönnunum tveimur, kærendum, vill húsfreyja tileinka þessi fleygu orð:
"Karlmaðurinn er húsdýr sem hægt er að
þjálfa til að gera flest með festu og góðvild".
Jilly Cooper 1937-
En að öðru.
Hjá húsfreyju er 60% flati niðurskurðurinn í heilbrigðisþjónustunni
kominn inn á borð á hennar vinnustað.
GLEÐI!
Húsfreyja hugsar alvarlega um að láta af hjúkrun,
og gerast "iðjuleysingi af Guðs náð".
Dunda sér og dudda við að hekla og prjóna,
senda pólitíkusum eitraðar pillur í pistilformi,
og gerast svo sérleg "spádómsvölva" um framtíðina,
með "heimsendaspádóma" sem aukabúgrein.
Enda er húsfreyja hörkukona, sem lætur ekki deigan síga,
og treystir sér vel að koma með mergjaða "heimsendaspádóma"
á 5-15 ára fresti...það er, ef við lifum öll fram yfir 2012,
því þá dynja yfir ENDALOKIN einu og sönnu,
Aztekanna í henni S-Ameríku.
SKO, bara strax komin í stuð, húsfreyja.
"Amma mín var hörkukona.
Hún jarðaði þrjá eiginmenn,
og tveir þeirra höfðu bara lagt sig"...
Rita Rudner 1955-
..gætu gott eins orðið einkunnarorð húsfreyju sem
spakrar "heimsendaspákonu".
Myndi húsfreyja að sjálfsögðu láta fylgja stuttermaboli
með öllum þeim, sem kæmu til hennar í leit að upplýsingum
um væntanlegan heimsendi/ væntanlega heimsenda:
Doomsday is near...I know when!
(New doomsday-updates every month..teleph.556....)
stæði stórum stöfum á þeim öllum.
Og fyrst húsfreyja væri komin út í stuttermabolabransann
á annað borð, væri ekki úr lagi að hafa nokkra boli fyrir
þá kúnna sem væru að veltast og væflast í efa með sína eigin framtíð:
"Lífið er sjúkdómur sem smitast kynferðislega
og dánartíðnin er 100%".
Ronald David Laing 1927-1989
Húsfreyja sér sína sæng útbreidda í nýjum vinnubransa þessum.
Allt uppi á borði, engin leyndarmál eða baktjaldamakk.
Svona gæti spádómur frá húsfreyju til dæmis hljóðað:
"Þú lifir eins lengi og þér er mögulega unnt hér á
þessari jörð og munt SANNANLEGA deyja hér,
og heimsendi mun ÖRUGGLEGA verða
einhverja næstu daga, vikur, mánuði, ár eða aldir.... nú
eða POTTÞÉTT eftir einhverja milljón milljarða ára"....
Jamm, hörkukona, húsfreyja, er ekkert fyrir að draga fólk
niður með svartsýnisrausi, blekkingum og röfli.
Tekur Thomas Berger sér til fyrirmyndar, sem segir hlutina
eins og þeir eru:
"Reinhart var aldrei uppáhaldsbarn móður sinnar-
og hann var einbirni".
T.B.
Jamm, en þetta er nú svona meira í gríni pistlað í kvöld,
enda húsfreyju eitthvað uppsigað við daginn í dag,
og þurfti að fá útrás.
En hún SPÁIR pottþétt BETRI degi á morgun.....ef það
verður þá ekki HEIMSENDIR..hehehehehehe!
Íhaldið er skíthrætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.