10.12.2010 | 13:45
Ráða við? Glætan!
Nokkur hundruð þúsund vinnufærar hræður
á skeri úti í Ballarahafi ráða
ekki rassgat við svona dæmi,
það eru hreinar línur.
Enda erum við þorri þjóðarinnar
vön tölum frá 1 krónu upp í 290 þúsund kall,
sem við höfum svona í höndunum til að þrauka
heilan mánuð í einu.
Teljumst góð ef við eigum 20- 50 þúsundir eftir
í mat, þá búið er að borga alla mánaðarlega reikninga.
Húsfreyja viðurkennir fúslega að hún hefur engan skilning á
"stjarnfræðilegum" tölum í fúlu "Ísbjargarmáli" þessu.
Gæti kannski náð að höndla töluna "1 MILLJARÐUR" pæli hún
rækilega í henni, en þegar verið er að tala um
hundruði milljarða ....gleymið því!
Húsfreyju þykir næsta einsýnt, að ef það er "kolólöglegt" að
skella þessu talnarugli á íslensku þjóðina,
og yfirfæra í skuldir, þá ættum við bara
að smella okkur með málið fyrir dóm!
Við erum myljandi flink í því að þrasa og þrefa,
gefumst aldrei upp finnist okkur við órétti beitt,
og erum seigari en andskotinn þegar kemur að því að
rekast í málum á erlendri grund.
Samanber "frelsisbarátta" okkar við Dani hér í den.
Eða þetta er mat húsfreyju eftir að hlusta á aldeilis makalausan
blaðamannafund samningarnefndar Icesafe í gær.
Og svo er þessi samningur sagður "mun hagstæðari"
okkur Frónbúum.
Frónbúum sem vissu lítið sem ekkert um Icesafe á tímum
góðæris og útrásar.
Sem nutu aldeilis ekki góðs af "arðgreiðslum", "bónusgreiðslum"
og hverju ekki sem þá tíðkaðist.
Neipp.
Sáum bara myndir í sjónvarpinu af "veislunum" í London og víðar,
þá "peningakóngarnir" eyddu grimmt arði sínum og bónusum.
En nú skulum við pöpullinn "flatskjáasjúki" fá að borga fyrir herlegheitin.
"Dýrurstu flatskjáir heims" þar með.
En komin með nýjan og "hagstæðari" samning!
Ó, vei, húsfreyja hefði þá fengi ærlegt hland fyrir hjartað
hefði henni auðnast að berja fyrri samning augum og
botna eitthvað í honum.
Svo mörg voru þau orð.
Góðar stundir og passið vel upp á þúsundkallana ykkar....
hef fregnað af "ófélegri kerlingu" á ferð... illvígari en jafnvel Grýla sjálf!
Íslendingar ráða ekki við skuldirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sigrún Óskars, 15.12.2010 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.