27.11.2010 | 16:09
Rukkar fyrir sólskinið?
Húsreyja gerir sér engar grillur,
þó hún fengi einn herlegan reikning upp á
200 evrur frá spænsku konu þessari, fyrir afnot af sólinni.
Bæði bara hina "sólríku" spænsku konu að
"loka fyrir" sólina hvað sig varðaði, því peninga
frá húsfreyju fengi hún aldrei!
Sú spánska mætti þá skreppa í eina
sjóðandi heita ferð til sólarinnar að finna
"off-takkann" til að hegna leiðindaliði sem húsfreyju
sem neitar að borga.
Altént ekki fyrr en við vitum hvernig fer með
"kerlingarhelvítið hana Ísbjörgu".
Jamm.
Flest má nú einkavæða í dag.
Hefur engum dottið í hug að "einkavæða" andrúmsloftið
hér á móður Jörð?
Rukka síðan grimmt fyrir hvern "andardrátt" sem við drögum að okkur,
koma á "andadráttarkvóta" í einum hvínadi hvelli með sérstökum
græjum sem tengdar eru við brjóstkassa okkar mannveranna,
og setja á "aukagjald" fyrir hvert skipti sem við færum 20
andadrætti fram yfir kvótann!
Einkaréttshafi andrúmslofts myndi mala gull á öllum íþróttamótum,
fótboltaleikjum, hryllingskvikmyndahátíðum og.... jamm reyndar
allar nætur þá mannkyn brasaði við að fjölga sér....dodoið gæti orðið rándýrt.
Yrði auðveldlega ríkasti maður heims á nó tæm!
Jaso.
Hmmm....kannski að húsfreyja skreppi til ferða og athugi hvernig
málum sé hagað í "einkavæðingu" hér á landi.
Góðar stundir, njótið vetrarsólar og dragið djúpt að ykkur andann.
Það er svo hollt og gott..... og ódýrt... eins og er.
Sólin einkavædd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.