Bíllaus dagur?

funny_car_pictures_04  Hætt við að þá verði hann einnig að

  vera "vinnulaus" dagur, ergo FRÍ-dagur

  hvað húsfreyju varðarWhistling.

  Og ástæða þess?

  Jú, snilldarfyrirkomulagi íslenskra

  barnaskóla er viðbrugðið,

  og að sjálfsögðu byrjar ekki lengur

  kennsla klukkan 08.00 eins og áður fyrr,

  þá húsfreyja rölti í skólann sinn með tösku sína,

  vandlega skreytta Mjallhvít og dvergunum 7.

  Sei, sei neiAngry.

  Eftir að skólatími barna var LENGDUR, þá

  telst það góð lenska að börn mæti kl. 08:30,

  eða hálftíma seinna en fjölmargir foreldrar

  þurfa að vera mættir til vinnu sinnarPinch.

  Húsfreyja er þannig búin að vera í SPRENG

  á hverjum morgni síðustu 4 árin, eftir að

  leikskóla lauk og barnaskóli tók við hjá  ára djásninu,

  með að koma sjálfri sér og djásni á lappirW00t.

  Þræla sér í gegnum morgunþvott, morgunverð,

  og dagsskipulag með djásninu,

  hlaupa út í bíl og bruna til vinnu til þess að

  ná að stimpla sig inn 5 mínútum fyrir kl. 08:00.

  Bíllaus tæki það hana 30 mínútur að ganga,

  korter að hjóla, og......

  35 mínútur með strætó að komast frá heimili

  sínu á vinnustaðShocking.

  Sér hver maður að slíka firru eins og "bíllausan dag" yrði

  húsfreyja að skipuleggja í tætlur með löngum fyrirvaraGetLost.

  En merkilegt þetta með breyttan tíma á upphafi

  kennslu í barnaskólum.

  Allir krakkar reyndar velkomnir í "hafragrautsát" milli

  kl. 08-08:30 upp í skóla níu ára djásnsins.

  Je ræt!

  "Mamma, mér finnst ekki hafragrautur góður"!

  "Afhverju þarf ég að vakna um leið og þú og pabbi,

  fyrst skólinn byrjar ekki fyrr en 08:30", og bara til að

  borða vondan hafragraut, og það tekur bara 5 mínútur...

  og svo verðum við bara að BÍÐA"?!

  Morgnar eru djásninu erfiðir.

  Fyrstu 2 skólaárin voru meiri háttar stórsamningar í gangi á

  hverjum morgni við djásnið, sem var smeyk að vera

  ein heima í heilar 15-20 mínútur án ástríkar og verndandi

  móður....sem vísu var á barmi dulins taugaáfalls af stressi

  yfir því að mæta of seint til starfa....en sem eigi að síður

  hélt ró sinni nægjanlega til að renna upp erfiðum

  kuldaúlpurennilásum þeirrar stuttu, og bjarga þannig

  djásni frá mergjuðum morgunpirringi og kaldri skólagönguangist.....Wink.

  Seinni árin tvö hafa síðan morgnar allir farið

  í massa morgunpanikk og spenning hjá húsfreyju,

  þá skóli hefst, yfir heilsufari hennar einkadóttur.

  Þá djásnið var 8 ára þróaði hún með sér skítlegan

  mígrenissjúkdóm, sem samkvæmt öllum vísum mönnum

  og spekilegum rannsóknum, er að hrjá 10% allra skólabarna.

  Djásnið var ætíð verst að kvöldi eða snemma á morgnana

  af sínu mígreni, og köstin vöruðu í 3-7 klst.

  Verkir.

  Ógleði.

  Uppsölur.

  Missti djásnið úr 2-4 daga í skóla á viku þegar,

  hún var sem verst.

  Húsfreyja lenti í vinnutapi.

  Bóndi lenti í vinnutapi.

  Jamm.

  Barnaskólaganga er ekkert grín, og margt sem

  getur valdið kvíða og angri hjá skólabörnum......fyrir utan það

  að mörg þeirra, eins og níu ára djásnið,

  hreinlega heyra EKKI í vekjaraklukkumHalo.

  Án bifreiðar sinnar væri húsfreyja "alræmd" fyrir

  geta aldrei mætt á réttum tíma til vinnu sinnarNinja.

  Því hún reynir ætíð að koma djásni sínu af stað

  á morgnana fullt jákvæðni og innri ró fyrir deginum,

  og það þó húsfreyja sjálf sé að springa af óþreyju.

  Húsfreyja DÁIR bílinn sinn.

  Greyið kemur henni ætíð frá A til B á réttum tíma,

  möglunarlaust og án teljandi vandræða......eitt hvellsprungið

  dekk er ekkert til að tala um, á 5 árum.

  Sjálfsagt bara gallaður dekkfjandinn.....Grin.

  LANGT í það að húsfreyja haldi upp á "bíllausa daginn" bíllaus......Devil.

  Góðar stundir og njótið kvöldsins.....bíllaust eður ei.


mbl.is Bíllausi dagurinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband