12.9.2010 | 18:40
Seinagangur, vandrćđagangur og aulagangur...
..eru ţrjár gangtegundir íslenska
stjórnkerfisins um ţessar mundir.
Ađeins ţrjár...og ţrjár ađeins!
Íslenski hesturinn hefur til dćmis mun fleiri,
eđa 5 gangtegundir.
Skýrslur eru samdar um skýrslur,
Haarderinn var "rangur mađur á röngum tíma,
í vitlausu húsi" og er sár, á međan Landsdómur
er mikiđ sjónarspil, sem stjórnmálafrćđingar
mćla gegn, á međan ekkert getur FLOTIĐ
í Landeyjahöfn, kannski sokkiđ,
en örugglega STRANDAĐ!
Jamm.
Húsfreyja reyndir stundum ađ brjóta ţjóđmálin til mergjar,
en líklega er hugsun hennar komin í mergjađan
"hćgagang" af kreppuangist og niđurskurđarpínu,
svo hún botnar nánast ekki neitt í neinu lengur.
Eru ţjóđmálin farin ađ minna hana óţćgilega á
barnaţulu eina í Vísnabókinni einu og sönnu,
sem hún lá yfir sem lítil skotta.
Ţulan sú var henni međ öllu óskiljanleg,
og svei ef hún botnar nokkuđ í henni enn.
Telur jafnvel ađ ţulufjandinn geti veriđ leynileg
uppskrift handa bankahéđnum, sem kenni ţeim ađ
plata peninga út úr sauđsvörtum almúganum.
Eđa jafnvel há duló dulkóđađ lagafrumvarp fyrir siđblinda
pólitíkusa, sem tryggi ţeim mikilvćga stjórnarstöđu í Seđlabanka
ţá ţeir aldrađir gerast.
Hvađ veit hhúsfreyja.
En hér er ţulan....gjörsamlega óskiljanlega:
Konan mín í kofanum,
Vísar hún mér til stofunnar.
Ég vil ei til stofu gá.
Ég vil heim til Hóla
ađ hitta konu bónda.
Konan gekk til brunna,
vagađi, kjagađi,
lét hún ganga hettuna, smettuna,
rófuna, tófuna,
rítuna, trítuna.
Dinga lilla dumma dó
sofđu nú í nótt.
Nú er dauđur Egill og Kegill í Skógum
og korríró.
Sem lítil skotta hafđi húsfreyja miklar og ţungar
áhyggjur af fólki ţví sem kynnt er til sögunnar
í seinni hluta ţulunnar, henni Dingu lillu dumma dó,
sem á bara ađ sofa, sem og ţeim brćđrum frá Skógum,
Agli og Kagli... aumingjarnir, steindauđir báđir saman!
Og hvernig á vesalings Dinga lilla ađ geta sofnađ,
ţegar greinilegt er ađ banvćn pest herjar á
bćinn Skóga, og fólk er ađ gefa upp öndina umvörpum saman
međ ćgilegu "korrhljóđum"?
(Samanber... "og korríró").
Og hverjum datt í hug ađ skíra blessađ litla barniđ:
"Dinga lilla dumma dó"?
Hvurslags ónefni er ţađ?
Og hvađ hefur villuráfandi konan í brunnaleitinni,
međ harmsöguna á Skógum ađ gera?
Er sú kona kannski ennţá á labbinu, vansköpuđ
međ rófu, vagandi og kjagandi,
og fćr ekki einu sinni hund međ sér til
fylgdar, heldur arma "tófu"...og leitar brunna?
Var kona ţessi máske gerđ út af örkinni til ađ
fćra fársjúku og ţyrstu fólkinu í Skógum
vatnssopa?
Ja, ekki náđi hún ţá ađ redda Agli og Kagli frá
hrođalegum ţorstlátum og korrandi dauđdaga!
Og hvađa máli skiptir ţá bóndafrúin á Hóli
í stórkostlega drama ţessu?
Og smettur, rítur og trítur eru "nákvćmlega HVAĐ"??
Jamm...andskotinn í súrri mysu!
Húsfreyja vill gjarnan fá góđa útskyringu á
ţulu ţessari ekki seinna en í gćr.
Hefur valdiđ henni mergjuđum martröđum árum saman.
Svona líkt og stjórnkerfiđ upp á litla Fróni gerir í dag.
Međ sínar "ţrjár gangtegundir"!
En á jákvćđari nótum:
Ţađ var bíóferđ seinni partinn međ níu ára djásninu
og Elinóru.
Kíkt á Sveppa, Villa og Góa.
Fór nokkuđ rólega af stađ, en tók síđan aldeilis
flugiđ myndin hjá ţeim félögum.
Guđjón Davíđ Karlsson eđa Gói biskupsins hlýtur ađ
vera einhver albesti gamanleikari okkar Frónbúa í dag.
Mađurinn stelur senunni slag í slag, og atriđiđ í kirkjunni
undirstrikar ţađ rćkilega.....lalalala...ó Happy day...!
Ţröstur Leó leikur lítiđ hlutverk en er óborganlegur eigi
ađ síđur...yessjúríbobb!
Húsfreyja skemmti sér konunglega, og báđir bíófélagar
hennar.
En sumir yngri áhorfendurnir grétu og urđu hrćddir
ţegar sómapiltarnir Sveppi og Villi međ Góa skammt undan,
komu sér í heldur vond mál, ţví myndin er hörkuspennandi
í bland viđ gríniđ.
En fréttir og kvöldmatur nćst.
Góđar stundir ađ kveldi sunnudags.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.