13.7.2010 | 17:40
Vuvuzela-Ólympíuleikar...
...æ, æ, æ!
Loksins þegar "síbylju býflugnasuðandi
H.M-leikum" er lokið, og Spánn stendur
sigri hrósandi með gullið í faðmi sér,
taldi húsfreyju sér óhætt að fara aftur
að hlakka til notalegrar og mun "hljóðlátari"
tilveru í framtíðinni.
En sei, sei nei.
Nú vilja hinir "býflugnasuðselskandi" Suður-Afríkubúar
fá að "suða" heimsbyggðinni í gegnum "heila Ólympíuleika"!
Og það eftir örfá ár.
DJÍSUSS!
BZZZZZ..BZZZZZ.........BZZZZZ....og BZZZZZ- fjandi og
heyrnarskemmandi óáran.
Þetta líst húsfreyju ekkert á.
Væri jafnvel skárra að fá Austurríkismenn til að halda
Ólympíuleikana undir myljandi "Strauss-völsum" dag og nótt...
en slík músík er í takmörkuðu uppáhaldi hjá húsfreyju.
En svo væri máske ráð að fá einhverja magnaða hljóðfærasnilla,
til að kynna til sögunnar "ÖNNUR" hljóðfæri en Vuvuzelalúðrana
í hinu "íþróttaelskandi" ríki Suður-Afríkubúa.
Trompett!
Trommur!
Flautur!
Gítara!
Óbó!
Neipp...kannski ekki óbó.
En flest hljóðfæri þessa heims telur húsfreyja skárri en
mikla "Vuvuzela-horn" þetta.
Húsfreyja sat nefnilega og gnísti tönnum af pirringi fyrir framan
sjónvarp sitt, þá hún gat ekki látið leik á H.M. fram hjá sér fara,
síðustu vikur.
Ekki upp á líf og dauða, gat hún misst af sumum leikjum, og varð því að
þola bzzz...bzzz....bzzzz....bzzzz.....,
þar til henni fannst heilabú sitt uppþornað og viti urið!
Tannglerungur allur horfinn af tönnum sínum!
Lá við "öngviti" af angist færi svo leikur í framlengingu...bzzzz....bzzzz...!
Svo húsfreyja vill endilega hafa Ólympíuleikana á
"hljóðlátum" og "heyrnarverndandi" stað í framtíð.
Er ekki einhvers staðar land á móður Jörð, þar sem menn
leika músík sína eingöngu með slætti á "hrágúmmísóla" eða
mynda lágvært blásturshljóð með því að "blása á fjaðrir"!?
Það land ætti að halda H.M. næstu 50 árin og ALLA Ólympíuleika.
Góðar og "hljóðlátar" kvöldstundir.
Suður-Afríka vill líka halda Ólympíuleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.