6.7.2010 | 17:35
Allt gengið EINS OG...
...SMURT, hjá "krókódílamanni" þessum,
þá hann flýði fangelsið.
Fallega gert af honum að brúka ekki
rándýrt danskt smjör, heldur smyrja á sig
hræbillegu smjörlíki.
Næsta víst að náist þessi "háli" fangi aftur,
fái hann snarlega viðurnefnið "Hinn smurði", í fangelsinu!
Getur þá máske í framhaldinu stofnað sín eigin trúarbrögð,
"smjörlíkisguðinum" til heiðurs...smjörgað sig og
áhangendur sína reglulega, síðan stigið smjörlíkisdans
uns "smjörkopparnir" birtast í kinnum og hvítar
"smjörtennurnar" geisla í brosandi munnum þeirra.
Þar með tóm "smjörguð" lukka... altént í einu dönsku fangelsi.
En svo gæti hinn vel smurði auðvitað orðið óheppnari með viðurnefni.
SMJÖRKLÍNA!
SMJÖRPOKI ( húðfelling á bringum kúa eða hesta)
Eða jafnvel SMJÖRSVÍN!
Jamm.
En eitthvað ættu danskir fangelsisstjórar að fara að
kíkja á byggingapappíra fangelsa sinna, fyrst hægt
er að brúka gaffal og hníf til að ná vænum bita úr þeim.
Nema að dönsk fangelsi séu orðin "græn" mjög, og aðallega
byggð úr "náttúruvænum" efnum, s.s pappír, ávaxtahíði, mosa
eða ósútuðu fiskroði.
Aðvelt að stinga gafli í slíkt og skera bita úr.
Nú eða eru fangelsin dönsku bara orðin ekta
"köku-og sælgætishús" ala Hans og Gréta?
Það myndi þá útskýra hvernig fangi þessi gat náð
sér í sæmilegan slatta af "smjörlíki" til smurningar...
Auðvitað hefur þá bara staðið yfir "þakviðgerð" á
PIPARKÖKUÞAKI fangelsisins!
Þurft heilu tonnin af smjörlíki í piparkökubaksturinn,
og enginn fangavörður tekið eftir því þótt eitt og eitt
smjörlíkisstykki hyrfi.
En skondin frétt atarna úr hinu mikla veldi dönsku drottningarinnar
Er það einlæg von húsfreyju að höll drollu sé mun sterkbyggðari
en dönsk fangelsi.....annars fara menn öðrum kosti,
að mæta í te til hennar á öllum tímum dags "vel smurðir" og smjúgandi um
hallarsali "sleypir sem smokksíld".
En góðar stundir, húsfreyja ætlar að SMYRJA sér
hrökkbrauð með MIKLU smjöri næst og "smjúga"
út í búð eftir kvöldsnarli.
Flúði með aðstoð smjörlíkis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.