7.6.2010 | 21:37
Sjónvarpssorgir?
Heilög stundin nálgaðist
á heimili húsfreyju.
Sjónvarpsfréttir.
Veifandi, aspa-hatandi Gnarr orðinn
borgarstjóri og Dagur "víraður" að fá
að spila með.
Bóndi húsfreyju kengspenntur að fá fréttir
af nýja "stjóranum" með viðtölum og alles
í sjónvarpi.
Djásnið með "heilögu" málin á tæru, komin með "heddfóna"
fyrir framan kompjúterinn og horfinn á vit
tölvuleiks með smávöxnum rauðum djöfli að
skjóta málningarkúlur.
Húsfreyja náði í gömul málgögn sem
henni höfðu áskotnast í vinnunni, og ákvað
að hafa hjá sér í hægindastól sínum ef fréttirnar
skyldu verða afspyrnu fúlar og leiðinlegar.
Fréttir hófust...dududdd...þið kunnið stefið.
Nýi borgarstjórinn mættur á skjáinn,
síminn hringdi.
Húsfreyja greip tólið og heilsaði.
Vinkona frá Noregi að bjalla.
Húsfreyja flúði inn í stofu með tólið, því
sjónvarpið hafði steindrepist, og bóndi
var á háa séinu að leita að fjarstýringu sem
mögulega húsfreyja "sæti á"..fann ekki, eða sem
djásnið hafði af tómri stríðni slegið hnefa á alla takka!
Fann ekki heldur.
Bóndi krossbölvaði, var sjálfur með aðalfjarstýringuna.
Djásnið varð vart við hamagang og læti bónda:
"Pabbi, prófaðu að slökkva á öllu, og kveikja svo aftur"!
Bóndi hlýddi...BINGÓ..það birtist mynd!
Hamingja!
Gleði!
En borgarstjórafréttin að klárast!
Húsfreyja lauk símtali, settist aftur í sinn góða stól.
Kíkti á grein sem einhver heitur út í "trúða og ísbirni"
hafði skrifað, og hvatt menn til að vera "ábyrgir" í kosningum:
"Jahá, og kjósa gamla "bakstungu-bankastjóri-í-dag-liðið",
hugsaði húsfreyja og glotti.
"Ekki gekk það í borgarbúa í þetta sinn".
Síminn hringdi.
Húsfreyja greip símtólið við hlið sér.
Tengdó í símanum.
Bóndi var að tapa sér!
Sjónvarpið steindautt enn og aftur.
Húsfreyja flúði í stofuna, en kom símanum
til bónda eftir stutt spjall.
Bóndi ræddi við foreldrana svolitla stund.
Kvaddi.
Heppinn!
Íþróttafréttir að hefjast.
H.M. og þjálfarar í djúpum skít.
Síminn hringdi.
Húsfreyja svaraði.
Fóstursonur í símanum spurði eftir föður sínum.
"Þegar ég næ honum niður úr ljósakrónunni"
svaraði húsfreyja glettin.
Sjónvarpið steindautt...AFTUR, og bóndi hafði stokkið
hæð sína í loft upp og hékk í ljósakrónunni af einskærri vonsku.
"Helv....djö.....drasl alltaf hreint", hvein í bónda.
"Hva..voru þið ekki að skipta yfir í Símann með allt dótið"
spurði fóstursonur, þegar húsfreyja útskýrði sjónvarpsraunir bónda.
"Jú", húsfreyja varð að játa því, hún og bóndi voru nýbúin
að skipta yfir úr "VOÐAFÓN" yfir í Símann.
"Og á þetta ekki allt að vera pottþétt"? spurði þá
fóstursonur.
Hugmynd fór að fæðast hjá húsfreyju, er hún rétti bónda
símann, og hún gekk í það að "slökkva á öllu og kveikja aftur".
Síðan illur grunur.
Átti húsfreyja að láta bónda vita af grun sínum eftir samtalið
við soninn, eða átti hún að bíða eftir að friður og sjónvarpsró
færðust yfir bónda?
Húsfreyja beið.
Daginn eftir fór bóndi út að þrífa bílinn, enda helgi.
Húsfreyja kveikti á sjónvarpi.
Nú skyldi láta á reyna hvort grunur húsfreyju reyndist réttur.
Hún greip gemsa sinn og hringdi í "sjálfa sig", svaraði
og sjónvarpið steindó!
AHA!
Húsfreyja gutlaði og gaufaði í húsverkum.
Síminn hringdi, og sjónvarpið dó er húsfreyja svaraði!
JASO.
Bóndi mætti eftir mikinn bílaþvott enda öskufall hálfa vikuna á undan.
Húsfreyja sagði bónda grun sinn: "Síminn drepur á
sjónvarpinu er við svörum"!
Bóndi þreytulegur sagðist þurfa að skoða málin betur!
Náði sér í fjarstýringu.
"En við getum einnig beðið ættingja og vini að hringja ekki
á fréttatima í okkur" stakk húsfreyja upp á.
Og bætti svo glaðhlakkalega við: "Og svona minnst á það
í leiðinni, að það sé "dauðasök" að hringja á meðan
fótboltaleikur er í sjónvarpinu".
Beið svars en bóndi svaraði engu.
Hann hafði fundi mann að sparka tuðru á SKY.
Húsfreyja næstum heyrði steinsteypta hljóðmúrinn
smella fyrir hlustir bónda, sá augu hans verða glaseyg
og fjarræn, hann féll nánast hljóðlaust í sófann.
SLÖKKT!
Einu merki þess að bóndi væri ekki í öngviti, eða hefði orðið örendur
voru opin augun og andardrátturinn.
Húsfreyja horfði á "sjónvarps-samsamaðan" bónda sinn
stutta stund.
"Jamm, ekki spurning: Hringing í miðjum fótboltaleik í sjónvarpinu.....
..DAUÐASÖK"!
En njótið sumarkvöldsins og veðurblíðunnar....nú
eða ef þið hafi góða sportrás og fáið fáar símhringingar...
fótboltans í sjónvarpinu....hehe!
Góðar stundir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.