Erum við á Íslandi?

main.php?g2_view=core  "Þessi staður er ekki í útlöndum"?

  spurði hugfangin 12 ára systurdóttir

  húsfreyju eitt sinn. 

  Húsfreyja hafði brugðið sér í Þórsmörkina

  með bónda, systurdóttur og fósturdóttur.

  Blíðviðri, með sólskini og 20 stiga hita tók

  á móti ferðalöngum í Þórsmörkinni.

  Systurdóttir sem var að koma í sitt fyrsta skipti

  í Þósmörk, átti bágt með að trúa að svo

  fagur staður væri til uppi á litla Fróni.

  Og varð alveg rasandi hissa þega húsfreyja

  sagði Þórsmörkina ekki einkaeign, heldur eign

  allrar þjóðarinnar, og þangað mættu allir koma og tjalda.

  Það var og.

  Eitthvað telur húsfreyja að ótöluleg tonn af grárri

  eldfjallaösku geti breytt upplifun manna í Þórsmörkinni.

  Skortur á tilbreytingu í litum, væri eitt.

  Annað sem gæti skipt máli inni í Þórsmörk væri að standa

  kolblár á öndinni, vegna öskufoks þá vind hreyfir.

  Og í þriðja lagi gæti verið bévítans basl að

  arka í hnédjúpri öskunni, og eiga að tjalda í

  sótgráum öskudamminum.

  En þrátt fyrir djöfulgang í Eldfjallajökli með glóandi

  hrauni, aurflóðum, öskuregni og hraunbombum

  á fljúgandi ferð, verður Þórsmörkin ætíð ein af

  okkar glæsilegustu og fegurstu náttúruperlum.

  Öskufjandinn mun hverfa smám saman út í veður og vind,

  verða jafnvel gróðri til góðs þegar fram líða stundir.

  Stórbrotið landslagið mun njóta sín sem aldrei fyrr,

  þegar afleiðingar af sjónarspili elds og íss blasa við.

  Þannig að þó að Þórsmörkin skarti ekki sínum

  fallegasta pels um þessar mundir, mun hún

  fljótt kasta af sér gráu kápunni og verða söm sem fyrr

  ...en samt svo stórkostlega breytt.

  Jökullinn mun hafa markað sín spor enn og aftur í

  Þórsmörk.

  En þannig á það líka að vera.

  Þórsmörk, Eyjafjallajökull, móðir náttúra... ein órofin stórbrotin heild.

  Lífið sjálft.

  Góðar stundir.


mbl.is Áfall að sjá ástand Þórsmerkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband