Þjóðarofnæmi?

Scotland_castle_wedding  Skotar komnir með

  rauðar og grænar bólur,

  kláða og sviða?

  Vegna oss "fyrirlitinna

  fjármálavitleysinga" úti í ballarahafi.

  Þjóð sem stendur yfir rjúkandi rústum

  fjármálakerfis byggt upp af frjálshyggjumönnum,

  bankakerfiskörlum, útrásarliði, bankaleynd og innherjaviðskiptum.

  Þjóð sem gleðst í hjarta sínu yfir

  eldgosi í miðjum þjóðgarði landsins,

  því þá er hægt að gleyma helvískum

  fjármálaósómanum um stund.

  Nah.

  Húsfreyja telur það ekki líklegt.

  Skota telur hún allflesta vinveitta oss,

  sárþjáðum af vitleysisgangi braskara og

  bankarugludalla, og gott ef þeir sakna

  ekki "æðisgengna" liðsins sem mætti

  á haustútsölurnar, ár efti ár, í Glasgow,

  og hreinsaði út lagerinn hjá þeim af

  útsölutuskum.

  Húsfreyja man jafnvel eftir að hafa heyrt af

  ferðum frá litla Fróni, þar sem flogið var til Glasgow í

  bítið á morgnana og flogið til baka heim

  rétt fyrir miðnættið sama dagPinch.

  Flugvélar þær sem fluttu Frónbúa í ferðir þessar,

  hafi svo orðið að fljúga "undir radar" á leiðinni heim,

  vegna ÞYNGSLADevil.

  Húsfreyja á enn efir að vísitera rauðhærða

  og snjalla Skota í þeirra fagra landi.

  Hefur aldrei fílað útsölur neitt sérstaklega vel,

  húsfreyja.

  Allra síst í útlöndum.

  Vill frekar heimsækja framandi lönd til að líta í kringum

  sig, skreppa í útsýnistúra, kíkja á klaustur, kastala og söfn.

  Staldra við á litlum krám í litlum þorpum, fylgjast með "infæddum",

  hlusta á spjall þeirra og söng, og bragða á bjór héraðsins eða

  þá víni og smakka mat þeirra.

  Nú og í sólarlöndum er gjarnan skroppið á ströndina,

  þar sem húsfreyja annað hvort situr í forsælu með

  öllara, morðsögu eða krossgátu, eða er haldin til hafs

  í baðfötunum einum saman á einni uppblásinni flatsængDevil.

  Hefur reyndar einnig sést til húsfreyju hangandi

  neðan í litfagurri fallhlíf hátt uppi á meðal mávanna,

  langt úti yfir bláu hafi, þá hún vísiterar suðræn löndWhistling.

  Hin gullna regla húsfreyju á ferðalögum erlendis,

  er sú, að það er "leyfilegt að versla" frá kl: 08-11,

  og svo frá kl: 17- 22.

  Húsfreyja sefur svo ætíð til 9:00 í fríum sínum,

  tekur klukkutíma í morgunmat, og þá tekur því ekki að

  fara að "kaupa inn" með aðeins klukkutíma til stefnuTounge.

  Síðan er dagurinn tekinn í allsherjar skoðunarferð,

  stúss með kort á lofti og myndavélina að vopni, ef ekki

  er skipulögð ferð niður á strönd.

  Lestarferðir, rútuferðir, gönguferðir.

  Yfirleitt orðin aðframkomin af hungri um klukkan fimm

  síðdegis, húsfreyja.

  Enda aðeins búin að snarla með ferðafélögum

  einu sinni á pöbb eða litlum veitingastað allan daginn.

  Þá er haldið á hótel og kíkt í þær verslanir sem

  eru "í leiðinni"Cool, og smotterí af minjagripum og fatadótaríi keypt

  (ekkert sem ÞARF að máta) og einhverjar smágjafir handa

  ástvinum heimabíðandi.

  Svo er það sturtan á hótelinu, dressa sig örlítið upp,

  og fínt út að borða.

  Sjaldnast kvöldverði lokið fyrir klukkan 10 að kveldi,

  en ef svo einkennilega skyldi lukkast til, er húsfreyja alveg til í að

  kíkja með ferðafélögum búðir...þær fáu sem eru opnar svo lengiLoL.

  Jamm.

  Ekki víst að skotar yrðu hrifnir af húsfreyju sem ferðalang

  í landi þeirra.

  Og þó.

  Þeir eiga einhver helvítis helling af fínum og draugalegum

  miðaldaköstulum, slangur af rökum og myrkum klaustrum

  og af fágæta merkilegum söfnum.

  Svo þeir myndu pottþétt græða vel á húsfreyju,

  tala ekki um hækkuðu þeir tímabundið inngangseyrinn

  inn í sínar sögulegu byggingar, þá dvöl hennar stæði yfirTounge.

  Útsölur!

  Nah!

  Að bjóða húsfreyju á skoska útsölu, væri

  eins að kasta perlum fyrir svínShocking.

  Nema ef vera skyldi að þeir byðu upp á fína

  útsölu á "regnhlífum"....hefur heyrt því fleygt húsfreyja, að

  það hendi að einstaka sinum, að það rigni

  sæmilega hressilega á skoska þjóðW00t.

  Að það jaðri jafnvel við úrhelli....dögum samanWhistling.

  En það gætu auðvitað bara verið kjaftasögur,

  og húsfreyja tekur hæfilega mikið mark á þeim...

  og sleppir því "að sjálfsögðu" að taka með sér gúmmítúttur og

  regnkápu, auðnist henni það, þá þjóð hennar

  læknast af kreppufári, að ferðast og berja dýrð Skotlands augumDevil.

  En vöfflur næst á gráum sunnudegi.

  Góðar stundir.


mbl.is Skotar með ofnæmi fyrir Íslendingum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband