21.2.2010 | 20:20
Elskan...
...á heimilinu í dag,
var engin önnur en húsfreyja sjálf.
Bóndi reif sig upp í bítið, og kom heim færandi
hendi með rauðar rósir og brúðarslör.
Níu ára djásnið fékk svo að færa húsfreyju
dýrðina inn í hjónarúm, því að sjálfsögðu
fékk húsfreyja að sofa út á konudegi.
Dýrð og dásemd.
Gleði og hamingja.
Ó, að allir dagar væru konudagar.
Gott að vera kona á litla Fróni í dag,
og öllum konum óskar húsfreyja að
til þeirra verði ort:
Þú ert ung, og þú ert skír,
og þú ert ægifögur.
Í þér búa ævintýr
og Íslendingasögur.
Fyrir eitt þitt blíðubros
bæri ég harm í hljóði,
breiddi þér að fótum flos
fágað mínu blóði.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
Góðar konudagsstundir.
Blóm fyrir elskuna í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.