21.2.2010 | 19:43
Ó, vei! Fundur....
...enn og aftur.
Hvað ætla menn LENGI að
tala um Icesafe?
Halda fund um málið?
Röfla sig rauða og bláa í framan
um hvert einasta smáatriði...hvert
einasta agnarlítið atriði í gagntilboðum?
Vera svo ÓSAMMÁLA um hvert einasta smáatriði...
af því að það hentar ekki pólitískum frama þeirra
að vera sammála?
Hví er þessi umræða ekki löngu yfirstaðin?
Átti að ræða þetta strax í upphafi kreppufjanda
og bankahruns, og hafa lögfróða menn sér til
stuðnings og fulltyngis.
Taka þá nokkrar vikur eða jafnvel 3-4 mánuði
til að fjalla um stöðu frónbúa, og semja síðan
við Mister Brown og þá niðurlensku.
En að röfla, þrasa, rífast út í hið óendanlega
vikum, mánuðum saman...og "rúmu ári" frá
bankahruni, vegna Icesafe er ekki í lagi.
Það "er líf" eftir Icesafe, ef þingmenn bara hætta
þessu helv.... kjaftæði, ákveða að koma sér
saman og ganga í það af hörku að SEMJA!
Það er ekki til neins að tala.
Menn töluðu milljónir alda
um bölið á jörð og bót við því.
Mest bull er mér nær að halda.
Málæði aldrei til mikils dró.
Er vitið komið til valda?
Kristján frá Djúpalæk (Þögli).
Góðar stundir.
Fundur formannanna hafinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.