Færsluflokkur: Ferðalög

Flutningur, ferðalög og kistur á hjólum?

IMG_2816  Húsfreyja klöngraðist niður snarbrattan

  stigann í húsi systur í Eyjum í 12-ta sinn,

  með þunga körfu fulla af fatnaði, bókum,

  dóti og handklæðum.

  "Jamm, og á þá samkvæmt máltækinu eftir að

  mæta hingað í Eyjar út að minnsta kosti einu sinni enn",

  hugsaði húsfreyja og glotti.Wink

  Þær systur stóðu á haus í því að flytja 9 ár af búskap

  úr húsi systur í stærra hús vestar á Heimaey.

  Þær voru búnar að flytja skápa, kommóður, stóla og meira

  að segja níðþungan þriggja sæta sófa í litla SkódanumW00t

  systur í Eyjum og voru nú komnar upp á efri hæð hússins að

  flytja.

  Þar fleiri kommóður, rúm, hillur ásamt öllu smálega "bráðnauðsynlega"

  dótinu sem við mannfólkið þurfum að hafa í kringum okkur.Whistling

  Systir í Eyjum bísnaðist af og til yfir getu sinni að gjörnýta hvern

  fersentimetra gamla hússins, og reyndi að botna í því hvernig henni hafði

  tekist að fylla húsið, án þess að allt færi í DRASL.Joyful

  Húsfreyja nefndi lauslega föður þeirra systra, sem hafði verið haldinn

  sérstakri söfnunarnáðargáfu:  Safnaði alls konar blaðadóti, jafnvel

  rifrildum úr blöðum og faldi á góðum stað, þar sem við

  systir í Eyjum fundum það fyrst í árlegri jólahreingerningu....Halo

  og þá í alls konar misjöfnu og góðu ástandi....fréttin, myndin eða

  sagan sem hafði verið svo mikilvægt að geyma,

  iðulega komin í tætlur og hengla......og pápi löngu búinn að

  gleyma hví hann vildi geyma.Devil

  Systir í Eyjum staðhæfði staðfastlega, að hún væri ólík föðurnum,

  og hefði alltaf verið duglega að henda öllum óþarfa....."ég líka",

  svaraði húsfreyja, " en við systurnar erum allar líkar pabba með

  það, að við eigum ERFITT með að skilgreina "óþarfa"!Whistling

  Síðan hlógu þær systur báðar, enda ekki annað hægt í stöðunni...

  tvær kellur að standa í stórflutningi á einum Skóda.Tounge

  En allt gekk þetta bísna vel, og þegar húsfreyja var búin að

  fara einar 8 ferðir með systur á Skódanum og búin að ná því

  að klemma litla fingur sinn illilega, svo sá stutti var

  fagurblár og bólgin, mætti systurdóttir og tók 2 ferðir

  með systur, áður en systurdóttir Herjólfaðist upp á land.

  Sumarfrí húsfreyju hafði hafist um miðjan júlí með fögrum fyrirheitum um slökun,

  útsaum, rólegri og fallegri tónlistarhlustun, tiltekt og huggulegheitum.Halo

  Jepp.

  Ekki saumað eitt spor.Sideways

  Gengið 4 kílómetra lágmark á degi hverjum....slökun hvað?Woundering

  Tónlistin....."You don't know you're beautiful..nananana" (One Direction),

  "If I was your boyfriend" (J. Bieber), "Lífið er Yndislegt" (Hreimur) og

  "To night we are young" (Fun) virðast einhverra hluta vegna límd

  í tónlistarhluta heilabús húsfreyju.Pinch

  Gæti eitthvað tengst tónlistarsmekk ellefu ára djásnsins.

  Aðeins eitt rólegt lag virðist hafa náð inn: "Sumargesturinn" (Ásgeir Trausti).Joyful

  Tiltektin?....."hva, þarf eitthvað vera sínkt og heilagt að taka til"?Angry

  Huggulegheitin?  Huggulegheit eru stórlega OFMETIN sem

  skemmtiefni í sumarfríum, er mat húsfreyju,Grin enda gjörsamlega búið

  að vera brjálað að gera í alls konar ferðalögum, fjölskyldumálum,

  og skemmtilegheitum í hennar fríi.

  Til dæmis smellti húsfreyja sér í eina herlega ferð til Sauðárkróks

  með ellefu ára djásninu, þá þær voru norðan heiða í sumarbústað

  með tengdó við Vesturhópsvatnið.

  Mættu í 18 stiga hita, sólskin og blíðu.IMG_2881

  Röltu upp Prestsklauf upp í kirkjugarð, og mynduðu grimmt,

  djásnið hlaut ís í verðlaun fyrir dugnaðin við gönguna....

  er enn að pæla í "visku" manna í "gamla daga" að  rölta alla leið upp

  á nafir með þunga kistu og jarða þar, sú ellefu ára.Shocking

  Tja....húsfreyja veit ekki...henni finnst eitthvað notalega

  gamaldags við svona vinnubrögð.....fyrir tíma vélknúinna

  ökutækja og malbikaðra vega.

  "Ég hefði allavega sett HJÓL undir allar líkkisturnar, svo menn gætu

  RÚLLAÐ þeim upp",Wink ellefu ára djásnið ákveðið.

  Húsfreyja sá fyrir sér STÓRTJÓN og slys, hefðu þá

  "líkrúllandi"-mönnum skrikað fótur við að ýta, og misst kistuIMG_2888

  frá sér á fleygiferð niður brattann.......aaaaaargh.W00t

  Ekki vinalegt að fá einn ekki mjög "lifandi" inn um stofugluggann

  hjá sér í vísiteringu......á hjólum.Pinch

  Húsfreyja og djásn glottu grimmt að pælingum sínum, og röltu niður

  í kaffi og ísinn.

  Vertinn sagði skemmtilega sögu og sýndi "fimmeyringaborð".

  Næsta viðkoma var Maddömukot, þar sem djásn og húsfreyja

  fengu fína vetrarvettlinga, súkkulaði, meira kaffi og spjall.

  Maður á besta aldri fræddi þær um uppbyggingu staðarinsIMG_2891

  yfir kaffinu og var alveg rasandi á breyttum tímum....

  "Hér áður fyrr þekkti ég alla í þorpinu, nú þekki ég bara orðið elsta fólkið"!

  Gangur lífsins.

  Þá var það verslun H. Júlíussonar, ein elsta verslun Sauðárkróks.

  Húsfreyja sveif um á sæluskýi þar inni.

  Gamla Brynjólfsbúð Eyjanna "endurfæddist" henni samstundis.

  Gamla vigtin, stóru skúffurnar, djúpu viðarhillurnar þar sem öllu ægði

  saman.

  Bjarni Haraldsson stórkaupmaður tók hjartanlega á móti þeim mæðgum.

  Sýndi þeim inn í sitt kames...oooo gamlar svarthvítar myndir, nýja

  verslunin sem var byggð "utan um" þá gömlu....átti vin semIMG_2894

  hafði flutt til Eyja, Helga Marinó.....tenging, mikið spjall, gaf

  djásninu ís og að lokum  fékk húsfreyja að mynda kaupmanninn

  fyrir utan verslun sína.

  Og eitt alveg dásamlegt! 

  Fyrir framan verslun H. Júlíssonar ein herleg bensíndæla...við sjálfa

  aðalgötuna....enn í fullri notkun!IMG_2893

  Húsfreyja fílaði Sauðárkrók í tætlur, og rölti um og myndaði grimmt

  með djásninu fram á kvöld, en þá var haldið aftur yfir

  Þverárfjallið heim í bústað.

  Svona ferðalög gefa lífinu gildi og fegurð, og gera húsfreyju

  stolta af landi og þjóð.

  En matur næst, fósturdóttir er í gistingu og mat.

  Góðar síðsumarsstundir.IMG_2884

              IMG_2885


Ef annað segja stjörnur tvær.

 IMG_2663 Bóndi var kúguppgefinn.

  Enda búinn að aka frá höfuðborginni við sundin bláu

  alla leið austur að Skaftafelli.

  Ellefu ára djásnið var rasandi.Shocking

  "Ætlarðu ekki að grilla pabbi, bara af því að við gleymdum

  eldspýtum"?W00t

  Og svo:  "Mamma, ég er SVÖNG, og mig langar EKKI í súpu og brauð"Crying!

  Þrumuskýin hrönnuðust hratt upp yfir höfðum djásns og bóndaAngry, og húsfreyja

  horfði á þau til skiptis hugsandi.

  "Stál í stál", hugsaði húsfreyja, "og hvorugu verður hnikað".

  Já, húsfreyja þekkti sitt heimafólk, og vissi að mergjuð náttúrufegurð

  og spennandi útilega framundan myndi engu um þar breyta.

  Þjónustumiðstöðin við tjaldsvæðið í Skaftafelli hafði klikkað illilega,

  hvað sölu á eldfærum varðaði...."nei, en við eigum helvítis haug af

  minjagripum frá litla Fróni, lopapeysur, ösku í flöskum, póstkort,

  rándýra boli með skemmtilegum áletrunum eins og: "Ég tala ekki íslensku",

  og "Ég hef ekki hugmynd um hvað er skrifað hér"....og já og svo er auðvitað

  hérna fín veitingasala, með KJÖTSÚPU í boði".

  "OJ! Kjötsúpa, mamma" ellefu ára djásnið varð grænt í framan.Sick

  Húsfreyja spurði kurteislega um NÁLÆGUSTU verslun þar sem

  von væri til að fengjust eldspýtur eða kveikjari.Halo

  Freysnesið var í 5 kílómetra fjarlægð.

  Húsfreyja smellti sér undir stýrið og brunaði með

  djásn og bónda í Freysnesið.IMG_2726

  HALLELÚJA!

  Þar var hægt að fá steikta hamborgara og franskar og fleira

  gott ofan í ellefu ára Reykjavíkurmær, sem hafði vissar efasemdir um

  að fara svona LANGT frá höfuðborginni og það í útilegu...."KOMMON, mamma og pabbi"!

  Húsfreyja splæsti hömmurunum.

  Bóndi alsæll...þurfti ekki að grilla.Tounge

  Ellefu ára djásnið alsæl...þurfti ekki að SVELTA heilu hungri

  vegna eldspýtnaskorts.LoL

  Húsfreyja alsæl....öll þrumuský á bak og brott.Whistling

  Og hammararnir alls ekki sem verstir.

  Kona "gólaði" skyndilega hátt á næsta borði og maðurinn við hlið hennar hrópaði:

 "FO'FANDEN"!W00t

  Hammaraborðandi fjölskylda húsfreyju hrökk í kút.

  Var danska fólkið að missa vitið í miðju ferðalagi um íðilfagrar sveitir litla Fróns?Pinch

  Eða var pizzan sem þau dönsku voru að snæða svona mikill VIÐBJÓÐUR?Sick

  Neipp.

  Á stórum vegg aftan við borð húsfreyju og kó, var stór 2007-flatskjár.

  Þar voru danskir handboltamenn að brasa við berja á andstæðingum sínum.

  Fleiri danskir mættu í Freysnes, og settust umhverfis húsfreyju

  og fjölskyldu.....fleiri pizzur...gólað hærra og fo'fanden-upphrópanir mögnuðust

  að miklum mun.

  Húsfreyja var farin að fíla sig sem ferðalangur á danskri grund.GetLost

  Sæti með sinni ekta fjölskyldu á hammarastað í Köben....eða nei,

  of flatt.....við Himmelbjerget....öööööö....neipp gekk ekki upp

  heldur, Himmelbjerget bara hóll á frónverskan mælikvarða.Whistling

  Jæja, líklega bara á danskri nýlendu í NoregiDevil.

  Það gekk mikið á, enda danskir handboltamenn að vinna leikinn.

  Spillti samt ekki matarlyst litlu fjölskyldunnar á nokkurn hátt.

  Húsfreyja splæsti að lokum eldspýtum og kveikjara á

  sig og sína herlegu fjölskyldu, og haldið var heim í tjald.

  Frónverska sumarnóttin var svöl, og ellefu ára djásnið,

  svaf í flís-heilgalla, ullarsokkum og með hettuCool.

  "Blessað borgarbarnið" hugsaði húsfreyja og sofnaði brosandi.

  Það var ekkert svalt við næsta dag.

  Sólskin og 18 stiga hiti strax klukkan níu að morgni.

  Ekki líft í tjaldinu.

  Vatnajökull skartaði sínu fegursta, skjannahvítur og tignarlegur.

  Húsfreyja og bóndi þræluðu djásninu í gönguferð upp að Svartafossi,

  eftir léttan morgunverð.

  Sú ellefu ára var ekki par hrifin við upphaf ferðar,

  en þegar hún fékk að vaða við Hundafoss og svo að

  lokum Svartafoss, brosti hún allan hringinn.SmileIMG_2772

  Kom smá babb í bátinn á niðurleið.

  Húsfreyja fékk hnút í magann þegar þau mættu

  lítilli stúlku á að giska 8-9 ára gömul og einsömul með

  lítinn 4-5 ára dreng sér við hönd.

  Voru ein á leið upp að Svartafossi.W00t

  Ellefu ára frænka hafði gefist fljótlega upp á göngunni og

  ætlaði að BÍÐA þeirra á miðri leið.

  Húsfreyja efaðist stórlega um visku frónverskra foreldra, sem sendu

  ung börn einsömul í fjallgönguAngry, og sendi frænkuna með hraði,

  þá hún mætti henni sitjandi á stein, niður að láta foreldra vita

  af börnum sínum, og fékk einnig frónverska fjölskyldu á

  uppleið til að fylgjast með ferðum barnanna.

  Allt fór málið samt á besta veg, og börnin skiluðu sér niður aftur

  heil á húfi, en það var ekki foreldrunum að þakkaPinch.

  En húsfreyja og djásn brugðu sér aftur upp á brún að Hundafossi,

  og óðu um í svalri fjallaánni, og skoðuðu eldgamla rafstöð frá 1925.

  Ungt, hresst fólk, hópur frá Ameríku spjallaði stuttlega við þær mæðgur,

  tætti sig síðan úr hverri spjör og baðaði sig í fossinum fyrir ofan rafstöðina.Blush

  Miklir skrækir, hlátur og gleði hjá Könunum yfir þessu stóra náttúrulega

  sturtubaði.LoL

  Bóndi GRILLAÐI eðal kjúlla um kvöldið, enda nú vel vopnaður eldfærum.Halo

  Djásnið var alsælt, og ekki versnaði líðanin þegar foreldrarnir

  röltu með djánsinu eftir kvöldmatinn inn að Þjófafossi og upp gilið og hún fékk að

  vaða enn og aftur.

  Hvað með það þó þau villtust aðeins inni í gilinu, og yrðu að klífa snarbratta

  birkivaxna hlíð upp úr því....komust við illan leik upp á göngustíg aftur,

  og húsfreyjka hundblaut í fæturWhistling.

  Bara stuð.

  Fundu gamlar bæjarrústir og ellefu ára djásnið tapaði sér

  í dularfullum grasivöxnum, djúpum holum og gróðri.

  Var ljúft ferðalag hjá húsfreyju og hennar litlu fjölskyldu.

  Djásn og bóndi fóru bak við Seljalandsfoss í fyrsta sinn

  á leiðinni austur og alla leið upp að Svartafossi í fyrsta sinn,

  í Skaftafelli.

  Húsfreyja var nú meira upptekin af því að reyna að koma auga á

  gullkistu Þrasa í Skógarfossi á austurleiðinni....Tounge, enda búin

  að fara bak við Seljalandsfoss margoft, og tvisvar upp að

  Svartafossi áður.

  Suðurlandið í bongóblíðu uppi á litla Fróni er bara með fallegustu stöðum á jarðríki

  var einróma álit litlu fjölskyldunnarWink...."og alveg ROSALEGA gaman að

  VAÐAGrin"!

  En í sjónvarpinu er einhver búin að "kasta sér upp í bronz-sætið"Tounge,

  svo húsfreyja ætlar að kíkja á Ólympíuleikana næst.IMG_2779

  Góðar og sólríkar sumarfrísstundir.

 


Nótt hinna þungu menningarhögga?/Ferðaævintýr.

honey-bee-population-deaths-and-world-food-supply-unep-report 

  Það rann úr augum og nefi

  bónda húsfreyju.

  Það rann úr augum og nefi húsfreyju sjálfrar.

  Tíu ára djásnið leit vandlætingaraugum á

  foreldrana, dæsti mæðulega og setti upp sinn

  besta "það verður víst að hlífa þeim-svip"Halo:

  "Mig langar bara ekki neitt niður í bæ í kvöld,

  en það væri fínt að fá Pepperoni-pizzu í kvöldmat"Whistling.

  Foreldrarnir hóstakjöltuðu sárfegin að það ætti að vera hægt,

  og komu við í Spönginni á heimleiðinni eftir pizzum.

  Fylgdust með menningartónleikum við Arnarhól í sínum kreppuflatskjá og

  húsfreyja ráfaði fram á stigapall og gjóaði kvefblautum augum

  til himins, þá flugeldaskothríð hófstGetLost.

  Virtist allt fara hið besta fram, svo það er leitt að heyra af

  líkamsárásum þessum niður í miðbæ í nótt.

  Lítið menningarlegt við högg, hrindingar og pústra er mat húsfreyju.

  Svona meira í ætt við ómenningu.

  Jamm, en að öðrum og sumarferðatengdari málum.

  Tengdó buðu í sumarbústað í viku við Vesturhópsvatn

  fyrir rúmri viku.

  Sól og hlýtt fyrstu tvo dagana, myljandi veiði, en bláber

  áttu eftir að blána og stækka.

  En síðan fór hann að blása að norðan, kólna og rignaAngry.

  Jamm og heilsu bústaðarfólks að hrakaErrm.

  Fóstursonur reið á vaðið, rauður í augum með sífellt horrennsli.

  Síðan smitaðist einn af öðrum.

  Eitthvað var norðanþræsingurinn, 5-10 stiga hitinn?..kuldinn?

  og hauga ekkisens rigning í þrjá daga af sjö,

  að nísta mannfólkið inn að merg og beinum þar norðan

  heiðaCrying.

  Helvískar vírusakóloníur á sveimi gripu svo tækifærið,

  og bjuggu sér ból í nefi, hálsi og augum þeirra ...hóst..hóstPinch!

  Tengdapabbi húsfreyju var reyndar nær dauða en lífi af ófögnuði

  þessum, og þurfti til læknis á Hvammstanga í miðri sumarbústaðarferð.

  Settur á fúkkalyf.

  Fóstursonur saug upp í nefið, hans heittelskaða var sloj,

  fósturdóttir sömuleiðis, bóndi og tengdamútta.

  Kvefþjáð fólkið reyndi samt að bera sig vel, veiða silung og bleikju

  og tína bláber....án þess að hor læki ofan í berjadallanaWhistling.

  Í vírusakóloníum hins vegar var stanslaus gleði, myljandi partý og

  tengdapabbi fékk Þjóðhátíðina þeirraW00t.

  Tengdapabbi lagðist bakk í koju.

  Bóndi húsfreyju lét sig hafa það að skreppa einn herlegan

  túr með húsfreyju og djásni til höfuðborgar norðursins, Akureyri,

  þrátt fyrir skítlegan hausverk og byrjandi horrennsli.

  Húsfreyja og djásn enn hressar og töldu sig sloppnar

  við kvefleg meinkvikindin, nutu þessa að sólin skein og hiti hafði

  mjatlast upp í 14 stig.

  Pollurinn á Akureyri var pollrólegur og rennilsléttur.

  Skemmtiferðaskip í höfn.

  Djásni vantaði skólatösku, og pennaveski.

  Foreldrar tóku hlutverk sitt sem uppalendur og verndarar mjög

  alvarlega, og skoðuðu einhverja ótölulega hauga af skólatöskum.

  Tíu ára djásnið horfði yfir skólatöskubreiðuna uppi á veggjum,

  yppti öxlum og tók til við að skoða loðin tuskudýr og annað dótTounge.

  Bóndi fann hvernig sargaði og brast í þolinmæðistaug sinni...Pinch

  "Ætlarðu þá ekkert að taka þátt í þessu?  Við erum að kaupa

  töskuna handa ÞÉR".

  Djásnið lét svo lítið að líta aftur yfir skólatöskudýrðina.

  Sá ekkert í "augnhæð" sem henni líkaði.

  Var að hörfa frá.....

  Húsfreyja fann í flýti eina efnilega tösku fyrir ofan augnhæð

  djásnsins, með breiðum axlarböndum, góðu, mjúku baki,

  nestisbox, flaska og íþróttapoki fylgdi.

  "En þessi hér"?

  Djásnið ljómaði.  Taskan var "bleik" með dekkri lit á vösum.

  "Ég vil þessa", málið dautt og djásnið fór aftur að

  tuskudýrahillunumLoL.

  Bóndi strauk sér um ennið örvæntingafullurW00t.

  "Þú verðu að máta hana fyrst, getur ekki bara

  afgreitt þetta svona".

  Eftir 20 mínúta hark, mátun, nöldur, tuð og þras

  var bleika taskan keypt.....verðið?

  MorðAngry.

  Húsfreyja verður líklega að hjóla til vinnu næstu vikur eftir

  sumarfrí, hefur ekki efni á bensíni á bílinn, eftir

  svona skólatöskukaup.

  Pennaveskið varð ekki síðra en taskan verðlega séð..

  ...tilraun til manndrápsAngry.

  Húsfreyja sér fram á skömmtun á kaffi fram að Jólum.

  En tíu ára djásnið var hæst ánægt.

  Kíkt í Nonnahús og á Álfa-og huldufólkssafnið.

  Og síðan haldið aftur í bústað.

  Síðasti dagurinn í bústað varð svo hlýr og sólríkur,

  og húsfreyja hreinlega sá berin blána á þúfunum.

  Smellti sér nokkrar ferðir upp um brekkur og tíndi grimmt

  ber í sultu handa tengdmúttu þrátt fyrir byrjandi vírusadans

  í hálsi.

  Rambaði beint á holugeitungabú í einni brekkuW00t.

  Varð henni til happs að "Jói framherji" var nýr

  í framliðasveitinni geitunganna og hafði greinilega

  aldrei áður lent í því að hitta fyrir "homo sapiens femalensis"

  sem ekki öskraði og gargaði og baðaði út öllum öngum, í

  hans návist og annarra í heimavarnarliðinuTounge.

  Nei, kerlingarfálan ráfaði bara með sína stóru krumlur

  5 skref frá ættaróðali Jóa, og hélt áfram að RÆNA úr

  bláa forðabúrinu geitungannaAngry.

  Jói framherji trompaðist alveg af panikk og æsinguW00t.

  Ræsti út allt heimavarnarliðið, sem setið hafði í makindum við að

  spila félagsvistWhistling.

  "HÆTTA" orgaði Jói.....

  "GEITUNGA STÖÐVARNAR- SENDA ÁRÁSARSVEIT Á LOFT"!LoL

  Æddi síðan í miklum ham á eftir húsfreyju.

  En af því að þetta var fyrsti dagur Jóa sem framherji,

  og hann í miklum panikk, steingleymdi hann því að hann var

  með glansandi beitt vopn í förPinch.

  Svo til að gera eitthvað, STANGAÐI hann húsfreyju í enniðShocking.

  KRASS!

  Jói sá stjörnur og hlunkaðist vankaður niður á þúfu.

  "DJÖ.... ÓFRESKJA"Angry, Jói náði sér aftur á flug...svipaðist um.

  "HVAR voru allir hinir í sveitinni"?

  Jú, nokkrir spilageitunga höfðu haft sig upp, og suðuðu

  nú ógn......nei, HLÆJANDI í kringum holuinnganginnShocking!!

  Jói var orðinn sótsvartur af bræði..."var ekki allt í lagi með

  þessa hálvita?  Sáuð þeir ekki helvískt konutröllið"?

  "HÚN ER HÉR" gargaði Jói, og rauk aftur af stað.

  Mundi eftir "STINGNUM" sínum..."hehehe.. nú fengi sú tröllvaxna að

  kenna á því"Devil.

  En svo mikill fart var á honum og hann enn vankaður (og

  slæmur í fjarlægðareikningiWhistling), að hann náði ekki snúningum,

  og STANGAÐI enn og aftur enni húsfreyju.

  Jói hálf rotaðist.

  Heimavarnarliðið grenjaði af hlátri, og gerði sig ekki líklegt

  að koma vesalings Jóa til aðstoðarGrin.

  "Já, rotaðu hana helvíska" kallaði Beggi sterki,

  feitasti geitungurinn í liðinu, flaug niður á laufblað

  og veltist um af hlátriTounge.

  Húsfreyja sá aumur á örmum og aumum Jóa, og hörfaði

  niður fjöruborð Vesturhópsvatn sex skrefum frá Jóa.

  Beið átekta.

  "Sko, þú ert að reka hana á flótta" orgaði Beggi á milli

  hlátursrokaDevil.

  Jói með stóra sára kúlu á höfði, horfði fullur efasemda

  á eftir bláklæddri konunni.

  Ákvað að láta gott heita, og koma sér heim.

  Þetta var meiri sneypuförin, og félagarnir létu hann heyra það.Errm

  Fór ekki að jafna sig fyrr en amma hans bar eðal hunang á

  kúluna á höfði hans um kvöldið, og sagði honum að hafa ekki

  neinar áhyggjur:  "Homo sapiens femalensis eru nú einu sinni

  skrýtnar skrúfur, Jói minn, og ekkert á þeirra viðbrögð að treysta"Cool.

  En húsfreyja hélt áfram að tína og

  fékk fína berjauppskeru í brekkunni hans Jóa,

  og ekki einu sinni smá kúlu á ennið eftir árásirnarWink.

  En helvískt kvefið fékk hún sem hitt fólkið, og ætlar að sinna þvotti

  og snýta sig í gegnum daginn í dag.

  Góðar stundir á óákveðnum sunnudegi.


mbl.is Pústrar, hrindingar og högg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vatn í æð á heitum sumardegi!

glymur3  Húsfreyja hefur fulla samúð með

  hlaupurum þessum á Laugaveginum,

  og þykir ekki mikið að sumir hafi þurft vökva í æðWhistling.

  Dáist bara að áræði þeirra og dugnaði, og

  óskar þeim heilla í næsta Laugarvegshlaupi.

  Sjálfri hefði húsfreyju ekki veitt af vökva í æð

  úti á sólpalli sínum um hádegisbilið.

  Hitamælir í skugga sagði 24 stiga hita, helvískur lygarinnAngry,

  á meðan bóndi og húsfreyja voru við það að fá

  heilablóðfall í 35 stiga hitanum í sólinni.

  Djásnið flúði inn með Andrés Önd, og sagðist

  ekki ætla að fá sólsting og hitaslag.

  Bóndi og húsfreyja sáu að komið var í óvænt efni

  með veru sína á sólpalli sínum, þrátt fyrir fögur

  og litrík sumarblóm, kalda drykki og bland í poka.

  Heilabú þeirra myndu hreinlega "brenna við",

  og húðin flagna af þeim, þrjóskuðust þau lengur þar viðW00t.

  Fengu aldeilis brilliant hugmynd.

  Drifu sig í Bónus og versluðu smávegis nesti,

  tróðu því í bakpoka og þræluðu sér út í

  "stóra örbylgjuofninn" sinn, nefnilega bílinnPinch.

  Tíu ára djásnið var svona mitt á milli "ókei ég get sosum alveg

  komið með ykkur" og "aaaaarrrgh, HRYLLINGUR að ætla að

  fara í LAAAAANGA ferð í svona sjóðandi heitum bíl"Shocking!

  En af stað lagði fjölskyldan eigi að síður, út úr bænum.

  Djásnið kvartaði stöðugt í bílnum.

  Augnsviði, hiti, verkur í olnboga, þorsti, ÞREYTAErrm.

  "Guði sé lof, að "Botninn" er ekki suður í Borgafirði

  hugsaði Húsfreyja, á meðan bóndi gerði djásninu til geðs,

  og þrasaði við hana.

  Neipp, botninn var BOTNINN í Hvalfirði, svo stutt var að faraJoyful.

  Nú skyldi GENGIð í veðurblíðunni, svona LÉTTA og ljúfa

  göngu upp að Glym, fyrrum hæsta fossi litla FrónsWhistling.

  Djásnið var full efasemda um visku og geðheilsu foreldrannaShocking,

  er kom að gönguferð þessari, taldi víst að þau væru bæði STEIKTDevil!

  Hitamælirinn í bílnum sagði hitann 17 stig C...helvískur lygarinnAngry.

  Hitinn var STEIK, STEIKTARI STEIKTASTURW00t!

  En af stað hélt fjölskyldan.

  Rölti góða stund eftir fornum túnum, fram hjá eyðibýli,

  eftir klungri niður að á.

  Stígurinn HVARF skyndilega við hamar við Botnsá.W00t

  "Hvernig komumst við niður"? djásnið örlítið áhyggjufullt.

  Húsfreyja skellti sér fram á brún, benti á moldartroppur,

  varðar trédrumbum sem hengu utan í hamrinum:

  "Við förum hérna niður"Cool!

  Bóndi vantrúaður.

  " En hvar er hellirinn"Shocking?

  "Nú hann er við endann á tröppunum" húsfreyja ratvís

   og minnug.

  Bóndi efaðist stórum um minni húsfreyju sinnarWhistling, en varð

  að játa sig sigraðan þegar hellismunni blasti við sjónumWink.

  Djásnið fílaði hellirinn í tætlur....því meira, að gengið var í gegnum

  hann og út neðar í hamrinum.

  Botnsá himinblá, straumhörð og hvítflyssandi blasti við.

  "Hvernig komust við yfir, mamma" spurði djásnið áköf.

  Gangan að verða spennandi.

  " Á viðardrumbi og vír" kom svar múttunnarCool.

  Djásnið var orðið verulega spennt.

  "Úúú.. er þetta öruggt, pabbi"W00t?

  Bóndi sagði svo vera, og fór fyrstur yfir.

  Djásnið fylgdi á eftir, ríghélt í vírinn en

  húsfreyja rölti rólega síðust og strauk hægri

  hendi meðfram vírnum.

  Vestmannaeyjajafnvægið enn í góðum gír hjá henniWink,

  þó lítið væri um ár í Eyjunum.....nákvæmlega ENGARLoL.

  Svo hófst gangan upp í steikjandi sólskini utan í bröttum

  hlíðum Hvalfells, hangandi í spottum upp bröttustu

  stígana.

  Svitinn rann í stríðum straumum, hjartað sló örar,

  fossinn sindraði í hitanum...escuse me....góðan daginn..

  ...guten tag.....escuse me....það var fjölmennara

  á leiðinni upp enn í Kringlunni á föstudegiTounge.

  Fundið rjóður í birkiskóginum ofarlega og nesti snætt.

  Djásnið að niðurlotum komið:  "Þetta er erfitt, pabbi,

  ég er ÞREYTT"Errm!

  Sólin skein sem aldrei fyrr.

  Húsfreyja myndaði grimmt, á meðan bóndi og djásn

  þrösuðu.

  Haldið áfram upp, fundinn útsýnisstaður, þar sem

  tignarlegur Glymur blasi við.

  Myndað.

  Djúpt gil blasti við, og djásninu sundlaðiSick.

  Þarna niður færi hún ekki.

  "Ég er svo ÞREYTT, pabbi"Errm!

  Bóndi og djásn þrösuðu í sumarhitanum.

  Húsfreyja taldi að nógu hátt væri gengið

  enda klukkan að verða fimm síðdegis.

  Svo aftur var gengið af stað, en nú niður í móti.

  Tíu ára djásnið var allt í einu ekki þreytt lengur,

  þrátt fyrir brækjusólskyn og hitaGrin.

  Fékk sér vatnssopa úr hverri lækjarsprænu,

  skokkaði niður á undan foreldrunum.

  Ákveðið að vísitera tengdó í húsbílaferð að Hlöðum

  við Ferstiklu á leiðinni heim.

  Þau þar í stormi en sólskyni.

  Tengdamútta sagði "skítakulda".....húsfreyja, bóndi

  og djásn horfðu á hana eins og hún væri búin að

  missa vitiðShocking.

  KALT???

  Þau voru að bráðna eftir gönguna mikluCool.

  Kaffi drukkið, súkkulaðirúsínur snæddar og tengdamúttu

  hlýnaði.

  Tengdapabbi spenntur fyrir lokahófi húsbílafólks um kvöldið.

  Gaui litli átti að sjá um kvöldverðinn.

  Þegar litla fjölskyldan kvaddi var Gaui litli að mæta

  á svæðið í sínum "Nizzan Micra"Cool.

  "Vonandi verður "dinnerinn" ekki MICRA hugsaði

  húsfreyja, og glotti með sjálfri sér, "verður vonandi

  svona meira Gaui litli-dinner"Tounge.

  Hvalfjörðurinn skartaði sínu fegursta á heimleiðinni,

  og húsfreyja reyndi að rifja upp söguna af konunni

  sem synti með börnin sín tvö??.. frá eyju....hvaða eyju''...

  í Hvalfirðinum í land eftir bruna??... hvenær???.. í land...hvarShocking??

  Þetta var allt svona dálítið óljóst hjá húsfreyju,

  enda hún ekki vel kunnug svæðinu og sögu þess, en hafði eigi

  að síður heyrt þessa sögu einhvern tíma þegar

  húsfreyja var ung og fögur...nú er hún auðvitað

  bara FÖGURDevil.

  Auglýsir hér með eftir nánari upplýsingum um sögu þessa,

  eyjarnafn, bæjarnöfn og tildrög, húsfreyja.

  Alltaf gaman að kunna góðar sögur, en þá er líka nauðsynlegt að

  fara rétt með staðreyndir/þjóðsögurCool.

  Þegar heim var komið, steikti bóndi þorsk, en húsfreyja sem

  er brunarústir einar eftir daginn, hvíldi sig yfir rauðvínsglasi

  og fréttum af nýopnaðri Múlakvíslarbrú.

  Djásnið stendur á haus í orðsins fyllstu merkingu:

  "Mamma, sjáðu" og vippar sér í handahlaup á stofugólfinu.

  "Ég er ÞREYTT" útstrokað úr hennar heilabúi, bónda til

  mikillar furðuTounge.

  Á meðan er herleg bifreið systur í Þorlákshöfn búin að vera í mergjaðri

  fílu við systur hálfan daginnGetLost.

  Stýrið LÆST svo sterkustu karlmenn hafnarinnar réðu ekkert viðFrown.

  Bóndi og húsfreyja ráðlögðu systur að snúa stýrinu

  grimmt hægri vinstri, og reyna að starta...og systir hafði það fyrir restSmile.

  Tveggja tíma restWink.

  Sló alla sterka karla út, systirTounge.

  En Bónusferðinni upp í Hveró seinkaði töluvert hjá systur,

  en hún búin að sverja þess eið, að snúa aldrei hjólum

  bifreiðar sinnar, þá hún leggur bílnumHalo.

  Jamm, sólríkt og læst vesen hjá oss systrum í dag.

  Vonandi áttuð þið öll góðan og ljúfan dag...sólríkan

  sem sólarlausan hér uppi á litla FróniTounge.

  Góðar stundir.

 


mbl.is Laugavegshlaupinu lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blússandi aukning...

Euro_Flights_Resume_-_08  ...á utanlandsferðum í blússandi launaskerðingu og

  níðurskurðiW00t

  ME THINKETH NOT!Angry

  Árið 2011 verður árið þar sem hið opinbera

  "hegnir" undirmönnum "sínum" í fyrir kreppuna,

  "Ísbjörgu", bankahrunið og milljarðaafskriftirnar

  þeirra sem sukkuðu mestPinch.

  Hið opinbera hefur þar allt í hendi sér,

  greiðir undisátunum launin og byrjar að klípa af....

  og klípa af.

  (Því var nær " varkára skítapakkinu með alla flatskjáina"....

  ... þvílík fífl að fara ekki í útrásina og lenda í "milljarða-afskriftasuðukatlinum",

  nú fær það sko að kenna á niðurskurðarhnífnumShocking.)

  Starfsfólk heilbrigðismála rær lífróður um þessar mundir,

  svo eigi komi til að "gæði"  heilbrigðisþjónustu hraki,

  svo að þaulvant heilbrigðisstarfsfólk hrekist eigi úr starfi,

  og ekki síst berst það fyrir lífsafkomu sinni og barna sinna.

  En það er máske "blússandi aukningin" hjá Frónbúum,

  sem flugfélögin eru að reikna með á næsta ári,

  að heilbrigðisstarfsfólk kaupi sér "one way ticket"-ferðir

  til Skandinavíu í stórum stílPolice,

  ferðist á vit betur launaðra starfa og meiri skilnings

  á þörfinni fyrir góða heilbrigðisþjónustu.

  Nú eða kannski þeir "flugvænu"  reikni með "blússandi aukningu"

  á fársjúkum Frónbúum í flugið, á leið til útlanda, að leita sér

  lækninga og hjúkrunar, þar sem allt slíkt er í "blússandi" niðurskurði

  heima fyrir.

  En sjálfsagt verður "blússandi aukning" hjá "milljarðaafskrifaða"

  liðinu í flugi til útlanda á næsta ári, svona á meðan það er að

  "nurla saman" fyrir nýrri einkaþotuBandit.

  Við hin verðum heima að berja potta, pönnur og tunnur niður á Austurvelli,

  á meðan hinir sjúku og hjálparþurfi bíða í kvalafullri ró...nú eða "steindauðir",

  í biðröðinni á bráðamóttöku Landspítala Háskólasjúkrahúss.....Shocking

  eða kannski við verðum öll orðin að þegnum í ríki

  hins herlega norska kóngs..."HEIJA NORGE"Pinch.....

  eða komin til starfa á dönskum pöbb... "Va-vi-du-ha" og

  "Go-moen" einu skiljanlegu orðin í eyrum oss frónverskraWhistling.

  Ekki gott að spá.

  En húsfreyja ætla að bregða sér á kaffihús niður í miðbæ í dag.

  Tekur með sér vatn á flösku, sítrónusneið og hellir í glas

  svo lítið beri á.  Maular brauðskorpu úr Bónus, sem hún

  dregur laumulega upp úr veski sínuErrm.

  Spjallar við vinkonur.

  Verður síðan með kartöflupottinn og eldhússleifina í bakpoka

  með sér, og lætur vaða þá hún kemur að AusturvelliDevil.

  Dúndrandi sláttur og djöfulgangur á meðan kraftar leyfa.

  Eggjunum sínum tímir hún ekki.....of dýr matur á AlþingishússvegginaHalo.

  Jamm....aukning á flugferðum Frónbúa til útlanda...mæ assAngry!

  En á jákvæðari nótum.

  Sumarblíða í algleymingi hér í borginni við sundin bláu.

  Hitamælir á sólpalli húsfreyju segir 30 gráður í plús....og

  kötturinn liggur í öngviti á pallinum af hita á meðan

  "sumar?-vetrar?-sólin" vermir kropp húsfreyju og þurrkar

  tau hennar á snúrumSmile.

  Og krummi krunkar glaðhlakkalega uppi í hamraborginni

  en hundurinn í næsta húsi ærist yfir ósvífni krumma.

  Sumarblóm húsfreyju á sólpalli, eru orðin kexrugluð....Shocking

  Hortensían komin með ný blöð á stilka sína,

  Margaritan blómstrar sem aldrei fyrr og Nellikkan

  veit ekki hvort hún á að hætta að blómstra eða....?

  Meira að segja litla bleika hengiplantan skartar nýjum

  grænum legg með smásæjum grænum blöðum og fallegum

  bleikum blómumW00t.

  Jamm, jafnvel móðir jörð sér aumur á oss kreppuþjáðum

  Frónbúum.

  Kannski búin að FRESTA vetri, "Móðirin" fram í janúar 2015Halo?

  En í staðinn muni hún láta geysa "hríðarbili vikum saman" á

  öllum helstu sumarleyfisstöðum/vetrarleyfisstöðum

  frónversks útrásarpakks og fyrrum bankaeigendaliðs litla Fróns....

  þá það er nýmætt þangað í "VERÐSKULDAÐ FRÍ"Devil!

  En drífa inn sólþurrkaðan þvott næst.

  Góðar laugardagsstundir.


mbl.is Reikna með blússandi aukningu í farþegaflugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tómar hillur, tómir magar...

herjolfur_001  ...í Eyjum í dagW00t?

  Mjólkin, gúrkurnar og tómatarnir

  "veðurteppt" í hlössum á bryggju í

  LandeyjahöfnGetLost?

  Menn að dóla á kænum með "handlóð" frá

  því um miðja síðustu öld, í öskugruggi

  og sandleir LandeyjarhafnarShocking?

  Herjólfur að sigla eftir flóðatöflum líkt og

  segliskip og gufuskip forðum dagaWhistling?

  ("Tíu faðmar stjór, skipper"!)

  Herjólfur kominn niður í 0-3 ferðir á dag, og rétt farið að haustaErrm.

  Ekki einu sinni ófært að fljúga og Herjólfur er

  stóra strand í LandeyjahöfnAngry!

  Má þá reikna með að Landeyjahöfn "sléttfyllist" af

  sanddrullunni og öskujukkinu í næsta suðaustan fári

  vetrarlægðar upp á 45 metra á sek.?

  Jafnvel skárra að fara út í "hrísgrjónarækt" í Landeyjarhöfn

  næsta vor, þá nokkrar vel bólgnar vetrarlægðir hafa blásið

  stíft vikum saman,  og Markarfljót er búið að "snýta sér hresilega"

  og losa sig við slatta af "öskuneftóbaki"Wink?

  Máske aldeilis brilliant að brúka höfnina sem hrísgrjónaakur

  næstu árin, og sleppa því að eyða milljónum milljóna

  í að moka jarðefnum og gromsi burtGrin?

  Verða þá Landeyjabændur mestu "hrísgrjónabændur"

  Evrópu, en Eyjamenn stærstu neytendur slíkra grjóna á litla Fróni,

  þar sem rétt þætti að þeir fengu þriðjung af uppskerunni

  FRÍTT, sem skaðabætur fyrir strandaðan og "marandi-í hálfu-kafi-Herjólf"Halo?

  Verða þá kvart-buxur aftur vinsælar hér norður

  í Ballarhafi.....og kínverski hrísgrjónahatturinn ÓMISSANDITounge?

  Jamm.

  Og kannski að Eyjamenn geti farið út í það,

  að koma upp sæmilega stórum "kláf"

  í langri línu milli lands og Eyja í staðinn fyrir

  ófæran Herjólf, og skotist í honum upp á land

  eftir vistum og lopabandi í nýja flík á jólumLoL?

  Fyrst Johnsen fær ekki pening fyrir skóflu til að moka gönginWhistling.

  Nú er húsfreyja aðeins meðalsnjall Frónbúi, en jafnvel

  hún, sem og megin þorri þjóðarinnar, vissi að það

  yrði bara vesen og mergjaður vandræðagangur

  að byggja höfn fyrir sæmilega stóra ferju á SANDI,

  "við hliðina á" Markarfljóti við ræturnar á "af-og-til-og-ekki-svo-

  langt-á-milli-gosa öskuspúandi eldstöð" undir EyjafjallajökliPinch.

  Hafnarspekingarnir gátu bara spurt okkurHalo.

  Jamm.

  Og ekki vilja Eyjamenn sigla í Þorlákshöfn, sei sei nei.

  Láta reyna á nýju höfnina/nýja sandkassann fyrstBlush.

  Nú ef allt fer í kaldakol og óefni vegna of mikils "efnis"

  á hraðri leið inn í Landeyjahöfn, væri máske ráð

  að bjalla í Obama og fá hann til leigja Eyjamönnum

  einn lítið notaðan "kafbát" af stærstu og bestu sortDevil.

  Skella framan á hann jarðýtuskóflu, og senda hann

  alltaf korteri á undan Herjólfi upp á land, til að

  "grafa skurð" í gegnum jarðefnajukkið í LandeyjarhöfnLoL.

  BINGÓ!

  Málið dautt!

  Og Frónbúar finna máske fyrstir upp "neðansjávarjarðýtuna"

  hér á móður jörð, og komast í Heimsmetabók GuinnessDevil!

  En húsfreyja ætlar að gá að gamla "handlóðinu" hans afa hennar næst,

  og vita hvort hún komi því ekki í verðWhistling.

  Góðar stundir.


mbl.is Hillur að tæmast í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarspjall og myndir.

  Sumri hallar, kveður lóa...

  orti eitt sinn pápi húsfreyju.

  Verið á fljúgandi fart í allt sumar, húsfreyja.

Sumar júní 2010142

  Frjáls eins og fuglinn og farið víða.

  Veðrið hefur leikið við húsfreyju og hún hefur tapað sér í myndatökum.

Báran að róla af lífsins lyst.

 

Djásnið hefur tromast af lífsgleði og kæti

slag í slag, og átt frábærar stundir með

frændsyskinum og vinum.

Er hér í miklum spreng í rólunni.

Mikið stuð verið á litla liðinu, og það

hefur verið ærslast á trampolíni,

sprangað í klettum, skoðaðir kríuungar,

siglt á vatni, veiddur silungur, buslað í

heitum pottum við sumarbústaði og

skroppið á Akureyri.

  Svo hér koma nokkrar góðar frá sumri, sól og blíðu, spjalli, söng og gleði.

  Hér fyrir neðan er fóstursonur á röltinu með veiðistöng við Vesturhópsvatnið.

Einn á ferð.  Baldur Ingvar.

 

 

 

 

 

 

  Það var ótrúlega hlýtt fyrir norðan og lítið um að regnið væri að

  stríða okkur.

  Ein og ein nótt fram á morgun sem blotaði.

Báran fékk einn!Djásnið veiddi meira segja einn á nýju veiðistöngina sína.

Bóndi fékk engan á stöng þrátt fyrir að reyna mikið.

Veiðileg fegurð.

 

 

 

 

 

 

 

                                                                                             Spegill, spegill....

 

En svo var ýmislegt fleira á seiði.

Gert klárt í úthaldið.  Siggi B.Bóndi að gera klárt fyrir úthaldið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ísak með frændum í pottafjöri.Það þurfti að pottast þótt potturinn tæki 4 sólarhringa

að hitna nægilegaDevil.

Hér eru frændu djásnsins komnir í herlegheitin.

 

 

 

 

Í Nauthólsvík.  Bára. Nauthólsvíkin var vísiteruð, og þar voru menn

í brjáluðu stuði í "strandblaki".....á Íslandi....kommon!

En hér pottast níu ára djásnið í 22 stiga hita í

Nauthólsvíkinni.

Í mat á Bautanum á Akureyri.  Svala og Bára. 

 

 

  Báran og Svalan lentu einnig í

  veislu á Akureyri í bongóblíðu,

  sólarbrækju og hita.  Var boðið

í hádegismat á gamla Bautann.

IMG 0313

 

 

 Eyjarnar voru að sjálfsögðu vísiteraðar í sumar, og þær tóku vel á

 móti húsfreyju að vanda.

 

 

 

 

 

 

Blómadísir.  Bára og Svala.Skvísurnar voru á útopnu í Slakka og 

Tara Dís kom með þeim.

Tara Dís naut sín í Slakka.

 

          Sú stutta fílaði sig í tætlur í rennó!

 

 

 

 

 

 

Sumar júní 2010091Og Gullfoss brosti sínu

blíðasta regnbogabrosi í

júlí.

 

 

 

            Sumar júní 2010089

 

 Húsfreyja og djásn hér við Gullfoss, þeim

 fannst það dásemd að ferðast tvist

 og bast um fallega landið sitt.

 

 

 

Branda í kattarhvíld.

 

 

 

 En kattarrófan var bara skilin eftir ein heima!

 MJAAAAAVVVRRRR!

 

  En góðar stundir og njótið síðsumarsins.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband